Sumir dagar eru óþolandi. Punktur basta.

Hafið þið ekki fundið fyrir því að sumir dagar
eru hreint út sagt óþolandi.
Ég vaknaði í morgun, frekar snemma að vanda,
og allt í lagi með það, borðaði morgunmat og fletti blaði.
Sá einhverja auglýsingu frá Skattmann og já það þarf
víst að gera skattaskýrsluna, pirraðist strax, nenni ekki svona
innskotum í  mitt rólega líf, og alls ekki í minni heilögu
stund á morgnanna.Halo
Hringdi er kl. var orðin 10 í endurskoðandann,
símsvari, talaði inn á hann, síðan hringir hann þá eru
bara skruðningar í símanum,
skelli á, næ í gemsann, hringi,
fæ aftur símsvara sko ef maður getur ekki orðið
þið vitið kolpirraður þá veit ég ekki hvað.
Hann hringir, kemur á skjáinn. samtal í gangi, skruðningar.
loksins náðum við saman í gemsanum.
Á að koma á morgun með draslið.

Síminn ekki kominn í lag er komin með annan
og er hann í hleðslu.
Svo þurfti að fara með bílinn í 20.000 km. skoðun
Róaðist ekki niður fyrr en eftir hádegiðAngry

Þoli bara ekki svona daga, var að detta í hug,
getur það verið að maður verði pirró einu sinni í mánuði
þótt maður sé löngu komin úr barneignWounderingGetLostShocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég held að það sé þannig að maður er pirraður einn dag í mánuði, burtséð frá aldri og karlmenn eru svona líka.   Eigðu góða dagsrest.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 15:12

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir að staðfesta þetta hjá mér snúlla, hef nú ætíð vitað þetta með karlana Berðu Bjarna þínum kveðju mína og segðu að  þetta sé ekkert persónulegt
                                            Kveðja frá yndislegum
                                            Húsavíkur degi.
                                            Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.2.2008 kl. 15:20

3 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Ég er sko sammála þér sumir dagar eru bara á afturfótunum, og þá má fólkið í kring um mann passa sig. Sem dæmi ég var í Rúmfatalagernum um daginn á lagernum og var að sækja vöru, þá segir maðurinn Do you speak english og ég saðgi bara NEI ég tala Íslensku á Íslandi. og hann gat ekki afgreitt mig greiið og ég er nú ekki vön að vera með svona leiðindi við útlendinga því mér finnst þeir allt í lagi, var bara xtra pirruð og allt búið að ganga á aftur fótunum þann dag. En nú fer þetta nú að lagast þegar farið er að birta svona seinnipartinn

Guðborg Eyjólfsdóttir, 6.2.2008 kl. 18:17

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nú eigum við örugglega veturinn eftir, hér fyrir norðan, en ég ætla ekki að kenna því um. Ég bara tók ekki á málunum áður en ég fór frammúr í morgun, ef ég ekki sest fram á rúmstokkinn á morgnana teigi mig og toga og bið alheimskraftinn um góðan dag þá er allt ömurlegt, en það fer að birta til þarna á suðurlandinu og um leið hjá þér Hallgerður mín.
Verð að segja þér það enn og aftur, þú ert bara flott og vaxtaverkirnir þínir hverfa fljótt, þeir gerðu það hjá mér.
Ekki gefast upp, þú ert ómissandi.
                          Baráttukveðjur
                          og knús þín Milla.
og ég meina allt sem ég segi, líka knúsin.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.2.2008 kl. 18:46

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Guðborg mín fólkið í kringum mann má alveg passa sig á manni, en yfirleitt læt ég þetta ekki bitna á mínum nánustu enda er þetta afar sjaldan sem ég fer í svona ham.
 heyrðu varst þú ekki smátíma að vinna í flugstöðinni, við skulum ekkert tala um fyrir hvað mörgum árum síðan, en þú varst örugglega að vinna með Millu dóttir minni, ég var að vinna á barnum.
Villtu bera Lindu kveðju frá mér og dætrum mínum Dóru, Íris og
Milla jr. hún þekkir okkur allar.
                                Kveðja til þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.2.2008 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband