Fyrir svefninn.
8.2.2008 | 20:03
Halldór á Skriðuklaustri var manna meinyrtastur.
Einu sinni kom til hans maður, sem Páll hét,
og var hjá honum nætursakir.
Halldór hafði litlar mætur á Páli,
en tók honum þó með venjulegri gestrisni.
Þegar Páll fer að búast til brottferðar daginn eftir,
lætur Halldór líka söðla hest sinn.
,, Hvert ætlar þú?" spyr Páll. Halldór segir honum það.
,, Ég ætla sömu leið", segir Páll.
Væri ekki skemmtilegra fyrir okkur að verða samferða?"
,, Ojú", segir þá Halldór. ,, Það væri kannski
skemmtilegra fyrir hestana".
Ritstjóra-syndir.
Kölski lá og las í skrá
lygasyndir manna.
Sagt er frá, hann fyndi þá
flesta ritstjóranna.
Breytt vísa.
Lífið kemur langt og mjótt,
logar á veiku skari.
Ég hef verið í alla nótt
úti á kvennafari.
Staka.
Lausavísur liðugar,
léttar, nettar, sniðugar,
auka gleði alls staðar
-- eins og heimasæturnar.
Góða nótt.
Athugasemdir
Góða nótt
Ásdís Sigurðardóttir, 8.2.2008 kl. 22:38
Góð setning: ,, Það væri kannski
skemmtilegra fyrir hestana".
Góða nótt
Huld S. Ringsted, 8.2.2008 kl. 22:55
Takk fyrir þetta Milla frænka mín, þú ert dugleg að skrifa.
Ég get bara sagt þér að ég er dauðuppgefin eftir vikuna, er í miklum æfingum, vel mett, sæl með alla sem hvetja mig áfram í vonda veðrinu og vil helst sofa af mér alla löngun í sígarettur. Helgin ætti að verða skemmtileg því ég er fullbókuð til vina og ættingja, óvenjulegt það.
Hafðu það yndislegt Milla mín og nú er best að fara að halla sér, aftur. Góða nótt og góða helgi. kveðja eva
Eva Benjamínsdóttir, 8.2.2008 kl. 23:27
Takk fyrir innlitin mín kæru, þær eru skondnar þessar sögur og vísur,
enda margir sérkennilegir karakterar til á árum áður.
Eva mín það er gott að vera þreyttur og svo hvílir maður sig um helgar,
Hugsa þú bara stíft mig langar ekki í sígarettur þær eru ógeð.
Hafðu það skemmtilegt með vinum þínum um helgina.
Góða helgi og kveðjur
Milla frænka.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.2.2008 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.