Hægan! hægan!
9.2.2008 | 09:03
Þetta er nú orðið of mikið af því góða,
man ekki Vilhjálmur hver gaf honum álit um það
hvort hann hefði umboð til að samþykkja samrunan,
ja hérna, ég er nú farin að kalka en ekki svona alvarlega.
Hann segir það hafa verið konan, Kristbjörg Stephensen,
en svo var það óvart fyrrverandi borgarlögmaður,
Hjörleifur Kvaran sem hann átti viðræður við um málið,
hann taldi að hann hefði rétt, í umboði eigenda til að
samþykkja samrunan.
Síðan er þessi umræddi Hjörleifur Kvaran,
skipaður forstjóri orkuveitunnar þar til
Guðmundur Þóroddsson tekur við aftur.
Hverjum á maður að treysta? Engum að mínu mati.
Flest allt þetta fólk hefur svikið sína kjósendur,
Svindlið og svínaríið fær að blómstra eins og aldrei fyrr,
allir skara að sinni köku og halda að þeir komist upp með það endalaust.
Það er búið að láta þetta viðgangast allt of lengi,
reyndar svo lengi sem ég man eftir mér. Stoppum þennan ósóma.
Góðar stundir.
man ekki Vilhjálmur hver gaf honum álit um það
hvort hann hefði umboð til að samþykkja samrunan,
ja hérna, ég er nú farin að kalka en ekki svona alvarlega.
Hann segir það hafa verið konan, Kristbjörg Stephensen,
en svo var það óvart fyrrverandi borgarlögmaður,
Hjörleifur Kvaran sem hann átti viðræður við um málið,
hann taldi að hann hefði rétt, í umboði eigenda til að
samþykkja samrunan.
Síðan er þessi umræddi Hjörleifur Kvaran,
skipaður forstjóri orkuveitunnar þar til
Guðmundur Þóroddsson tekur við aftur.
Hverjum á maður að treysta? Engum að mínu mati.
Flest allt þetta fólk hefur svikið sína kjósendur,
Svindlið og svínaríið fær að blómstra eins og aldrei fyrr,
allir skara að sinni köku og halda að þeir komist upp með það endalaust.
Það er búið að láta þetta viðgangast allt of lengi,
reyndar svo lengi sem ég man eftir mér. Stoppum þennan ósóma.
Góðar stundir.
Forstjóri OR álitsgjafinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góð skrif og rétt, salb, gott að búa í Reykjavík, orð að sönnu, en mér hefur nú aldrei hugnast persónan, Gunnar Birgisson.
Það er rétt að engin hefur þurft að axla ábyrgð hér á landi,
nema þeir sem eru teknir og dæmdir fyrir eitthvað sem er á gráu svæði, og eða einhverjir sem hlýða ekki munstrinu sem á að fara eftir.
Svoleiðis hefur það alltaf verið.
Takk fyrir innlitið.
Ps. Sjáum hvernig þetta fer.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.2.2008 kl. 10:24
Kallin er orðinn margsaga eins og þau flest öll þarna í borgarstjórn.
Huld S. Ringsted, 9.2.2008 kl. 10:42
Þetta er eins og í fiskveiðistjórnunar-kerfinu, hringur eftir hring
og allir í vinnu hjá hinum.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.2.2008 kl. 10:49
Það þurfa fleiri að hætta en hann.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.2.2008 kl. 13:52
Það er svo sérkennilegt við okkur landsmenn, ætíð í tuga ára hefur rykið sest, og við kjósum sömu vitleysuna yfir okkur aftur og aftur,
en hvernig væri að halda rykinu uppi að þessu sinni.
Er búin að fá yfir mig nóg af lygavef og sætum orðum, mun ekki hlusta eftir þeim meir.
Ég get alveg haft samúð með að vissu marki,
menn létu teyma sig til framkvæmda sem voru siðlausar.
Þeir sem eru leiðitamir eiga ekki samþykki mitt.
Kveðjur.
Ps. við erum að tala sama mál Hallgerður míó.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.2.2008 kl. 15:50
Þetta er ein allsherjar vitleysa og klúður. Það er ekki vona að Vilhjálmur vilji muna eitt né neitt. Hann fékk sem sagt umboð hjá Hjörleifi Kvaran fv. borgarlögmanni til að ræða við Hjörleif Kvaran forstjóra Orkuveitunnar og samþykkja það sem þurfti. Þetta getur ekki gengið svona lengur, meira að segja Morgunblaðið er farið að afneita Vilhjálmi og telur nú að Hanna Birna sé best fallin til að hafa forustu fyrir sjálfstæðismönnum í Reykjavík. Nú mun verið unnið að því öllum árum að finna gott starf fyrir Vilhjálm svo að hann geti hætt í borgarstjórn. Væri ekki bara best að reka Hjörleif Kvaran og kenna honum um allt REI-klúðrið og þá lostnar gott starf fyrir Vilhjálm. Íbúar í Reykjavík eiga ekki að láta bjóða sér þetta lengur. Það er hægt að fá undanþágu hjá félagsmálaráðherra til að kjósa aftur, þegar vitleysan og stjórnleysið er orðið algjört.
Jakob Falur Kristinsson, 9.2.2008 kl. 15:54
Kjósum aftur, kjósum aftur, ef það er mögulega hægt. Þetta er orðið svo hrikalega vandræðalegt að það er með herkjum að maður opni fyrir fréttirnar.
Eva Benjamínsdóttir, 9.2.2008 kl. 16:48
Kannski bíður hann eftir að þjóðfélagið róist og segji svo af sér í rólegheitum,,, hvur veit?
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 18:22
Kvitt og knús!
Veit ekkert um þetta, bara láta vita af mér! :)
Róslín A. Valdemarsdóttir, 9.2.2008 kl. 18:39
Takk Róslín mín, það er nægur tími fyrir þig að vita um svona mál.
Guðmundur Þóroddsson er forstjóri Orkuveiturnar,
Hjörleifur Kvaran er settur forstjóri þar til Guðmundur tekur við
ef það gerist, en allavega þarf að reka hann til að koma Vilhjálmi í það starf. Guð hjálpi mér,,, nei" tími til komin að þessi hringa vitleysa taki enda.
Ef það væru lög fyrir því þá væri búið að kjósa aftur.
Takk fyrir innlitin, Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.2.2008 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.