Fyrir svefninn.

Einu sinni komu þeir Benidikt Gröndal eldri og
sr. Magnús prófastur á Hrafnagili að Grund.
Sigríður húsfreyja, móðir Stefáns amtmanns Thorarensens,
var þar þá og reiddi þeim borð. Voru þeim borin egg á diski,
en helmingi eggjana voru tómar skurnar og þó heilir, svo
að það sýndust egg vera. Þá kvað sr. Magnús:

                         Konu hef ég ei kænni séð
                         til krása framreiðingar.

Gröndal:

                         Hún Sigríður hefur sett það með
                         svo sem til uppfyllingar.

                                             Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ávallt góð næturkveðjan frá þér GN

Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2008 kl. 21:48

2 Smámynd: haraldurhar

   Þakka fyrir kvöldsögur og vísur

haraldurhar, 13.2.2008 kl. 22:10

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ragnar heitinn Ásgeirsson garðyrkjuráðunautur var góður hagyrðingur og húmoristi.

Eitt sinn var hann staddur þar sem ung stúlka gekk um beina vel púðruð á kinnum en með sótblett á annari kinn yfir púðrinu. Næst þegar stúlkan gekk í stofuna hafði hún púðrað yfir sótblettinn sem þó var enn sýnilegur.

Þessu klúðri kom Ragnar í bundið mál.

Þetta er býsna þrifin snót,

það er ekkert slúður.

Fyrst er púður, svo er sót-

svo er aftur púður.

Árni Gunnarsson, 13.2.2008 kl. 22:15

4 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Góða nótt Milla mín

Guðborg Eyjólfsdóttir, 13.2.2008 kl. 22:24

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góða nótt Millla mín. Er ekki alveg í sambandi hér heima, ég næ ekki að fókusera inn á bloggið.  Get eiginlega ekkert sent frá mér.

Ía Jóhannsdóttir, 14.2.2008 kl. 01:23

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn kæru vinir og eigið ljós og gleði í dag.
Hallgerður ég vaknaði nú um sexleitið, var bara löt yfir morgunmatnum.
Ía þú verður bara að láta heyra betur í þér
er þú kemur heim aftur.
Ásdís mín yljar mér alltaf að heyra í þér.
 takk fyrir innlitin herramenn.
Ragnar hefur ekki verið lengi að slá þessari vísu fram.
                      Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.2.2008 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband