Moka nú bara yfir svona yfirlýsingar.
14.2.2008 | 07:55
Lækka skatta, á kjörtímabilinu, það gefur þeim ráðrúm til að
finna eitthvað sem þeir geta tekið af okkur á móti.
Vinna að endurskoðun á skattkerfi og almannatryggingum,
hvað hefur maður ekki heyrt þetta í mörg kjörtímabil,
einnig að það þurfi að bæta hag lálaunahópsins í
landinu, þeir segast hafa gert það svo og svo mikið,
maður hefur bara aldrei orðið var við það,
Þeir hafa alltaf verið búnir að hækka, eða að ráðgera hækkanir
sem éta upp þessa miklu hækkun sem við höfum fengið.
Svo finnst mér það hlálegt, að heyra,
þá segja að það þurfi að vera rétt tímasetning
fyrir skattalækkun.
Tímasetning fyrir hvern? það liggur nú við að maður tapi upp úr sér
morgunmatnum, og eigi má maður við því.
Maður er nú búin að lifa og man margar ríkisstjórnarmyndanir,
launasamninga og loforð um þetta og hitt.
Svo ég tali nú ekki um stefnuyfirlýsingarnar, sem aldrei er staðið við til fulls.
Fyrir mörgum árum síðan var maður svo bjartsýnn og trúgjarn
að hálfa var nóg, en það er löngu liðin tíð.
Núna trúir maður engu fyrr en maður sér það svart á hvítu.
Til skammar er það að fólk sem er búið að vinna allt sitt líf
skuli ekki hafa mannsæmandi laun,
hvort sem það eru ellilífeyrisþegar eða öryrkjar.
Ráðamenn þjóðarinnar ættu að reyna að lifa af tekjunum okkar.
Góðar stundir.
Lækkun skatta tengd samningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rosalega er ég sammála þér Milla
Ásgerður , 14.2.2008 kl. 09:29
Gott að allt gengur betur
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.2.2008 kl. 09:39
Takk sömuleiðis Gréta mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.2.2008 kl. 09:40
Sammála þér Milla, þeir ættu líka að reyna að lifa á laununum sem við höfum.
Guðborg Eyjólfsdóttir, 14.2.2008 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.