Verður aldrei hægt að skapa frið?

það er erfitt að fyrirgefa fólki,
að vera ekki eins og maður vill að það sé
.

Það er akkúrat það sem við eigum svo erfitt með, en við
ráðum ekki yfir öðrum, en okkur ber að virða,
þjóðerni, trú, skoðun, litarhátt fólks.
Allar þjóðir búa við margmenningu í sínum löndum,
og því í ósköpunum getum við öll ekki lagst á eitt
og komið til móts við hvort annað.
Spurningin er hver hatast út í hvern,
ég held að fólk hatist út í sjálft sig
vegna ynnri fordóma sem það vill ekki viðurkenna
fyrir sjálfum sér.

                   


mbl.is Eldar kveiktir í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, mér fynnst þetta hálf grátborslegt.

Mér fynnst þetta lýsa einhverskonar leyndum masókisma sem er í dönskum fjölmiðlum.

 danskir fjölmiðlar:

"Hmmm...  það var allt vitlaust þegar við birtum myndirnar í fyrsta skiptið í einu blaði. Hvað ætli gerist ef að við birtum myndir í öllum dönskum blöðum?"

Siggi (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 22:42

2 identicon

Það er hægt að skapa frið í heiminum með tveimur forsendum:

  Ein trú nær að þurrka út allar hinar þannig að hún sé yfirgnæfandi í heiminum.

*  Öll trú verður þurrkuð út og farið verður eftir venjulegum reglum sem settar eru af ríkinu hverju sinni.  

Það er bara því miður þannig að  það er því miður ekki hægt að þurrka trúna út og því eru líkurnar á friði í heiminum 0.00%. 

Það er talað um að ef USA dragi sig algjörlega frá Írak og austurlöndunum muni Islamskir ofsatrúamenn hætta þessum sprengingum.  Obama er lykillinn að þessu. 

eikifr (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 22:59

3 identicon

eikifr

Trú hefur ekkert með þetta að gera, græðgi mannsins nær yfir alla trúarhópa  sama hvort þeir séu trúaðir eða ekki.

Pétur (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 23:08

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

....ég er alltaf með tjáningarfrelsi og dáist að dönum að hjalda sínu striki!....þar liggur hundurinn grafinn!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.2.2008 kl. 23:33

5 Smámynd: Heidi Strand

Það er líka hægt að beita ofbeldi í orðum og í myndum. 

Heidi Strand, 16.2.2008 kl. 01:00

6 Smámynd: halkatla

hérna tek ég undir með Pétri, ótrúlega vel mælt!

halkatla, 16.2.2008 kl. 01:39

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það verður nú aldrei hægt að þurrka út alla trú,
en það mætti byrja á því að kenna út um allan heim að fólki beri að virða trú annarra, það er komin tími til þess.

Ég tek líka eins og Anna, undir það hjá Pétri, að græðgi mannsins nær yfir alla trúarhópa hvort sem hún felst í yfirráðum á fólki eða auði.
Ofbeldi er hægt að beita á svo margan hátt og ég er algjörlega hlynnt tjáningarfrelsi.
Takk fyrir innlitin.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.2.2008 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.