Fyrir svefninn.

Verslun ein á Siglufirði átti allmiklar birgðir af osti
frá Mjólkurbúi Flóamanna, sem gengu treglega út,
og voru ostarnir gamlir.
Allt í einu barst það út, að verslunin hefði danska osta,
og seldust þá gömlu ostarnir þá á svipstundu.
Nú kærir K.E.A. yfir sölu þessara dönsku osta, og þingar
bæjarfógeti í málinu,
og komst þá hið sanna upp.
Seinna fékk verslunin skósvertu.
Þegar viðskiptamennirnir fara að spyrja búðarmanninn,
sem hét Páll, hvaðan skósvertan væri, svaraði hann:
,, Ætli það sé ekki vissara að segja, að hún sé frá
Mjólkurbúi Flóamanna".

Ást af skornum skammti.

                        Gekk ég hægt með hýrri mey
                        hljóða um nætursali,
                        Þó að læki af mér ei
                        ást í dropatali.

                                   Hannes Guðmundsson.

                                                        Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alltaf gott að kíkja á þig fyrir svefninn.  Vona að Neró kallinum líði þokkalega.  GN til þín og þinna.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 23:03

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín vonandi nær hann sér á strik í dag, hann var óttalegur ræfill í gær.
                          Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.2.2008 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.