Fyrir svefninn.

Beinakerlingavísa eftir Svein lögmann Sölvason
um sr. Magnús á Tjörn, er hann var skrifari hjá
Þórarni sýslumanni á Grund.

                                  Nú hef ég fengið nægju mín,
                                  nær þó eigi gangir.
                                  Sýslumaðurinn sér til þín.
                                  Svona, hættu mangi!

Beinakerlingavísa ort til Björns Ólafssonar Stephensens
á Esjubergi; óvíst hvor orti.

                                  Æ, þú sliga ætlar mig,
                                  er þó von við stautið.
                                  Bilar flest að bera þig,
                                  bölvað þyngslanautið.


Gömul staka, er sýnir, að sitt orð sé haft um hvert berkvikindi.

                                  Drósin þessi dávæn ber
                                  dám af flestum kindum,
                                  yxna, blæsma, álægja er,
                                  óð og lóða í grindum.

                                                 Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna

Kanntu engar kvöldbænir Milla mín ?  Kíki alltaf á þig fyrir svefnin og hef gaman af.Takk fyrir mig og góða nótt.

Erna, 20.2.2008 kl. 22:26

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

GN.   Good Night 

Ásdís Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 22:29

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Skemmtilegar vísur

Solla Guðjóns, 21.2.2008 kl. 03:03

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Erna snúllu-strumpurinn minn fer með bænirnar, ( til að friða samviskuna) eftir að ég er búin að klæmast smá í vísunum góðu,
misgóðu sem ég tek upp úr Íslenskri fyndni, þegar þær skræður eru uppurnar er ég búin að segja kvenfólkinu í kringum mig, að ég muni fara að segja sögur úr Íslensku mannlífi, þá sögðust þær ætla að afskrifa mig, en það er nú í lagi Erna mín þú veist alveg eins vel og ég að þær geta ekki verið mjög lengi án mömmu og ömmu
Varst þú búin að frétta að Íris er að flytja hingað? þær koma mæðgur
innan mánaðar, þá erum við samankomnar konurnar í fjölskyldunni
ásamt Ingimar og Gísla ég held þeim kvíði svolítið fyrir.
En það er nú svo gaman að ganga fram af þeim þessum
englum

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2008 kl. 07:02

5 Smámynd: Erna

Frábært að að þær mæðgur skuli vera að flytja norður ég var búinn að frétta að hún væri að leita sér að húsnæði svo þetta hefur gengið fljótt og vel fyrir sig.Það á nú örugglega eftir að fjör á húsavíkinni ef ég þekki ykkur rétt þegar þið verðið allar samankomnar og ekki á Gísla og Ingimar eftir að leiðast, með alla þessa engla í kringum sig.Vonandi áttu góðan dag Milla min og kveðja til ykkar.

Erna, 21.2.2008 kl. 10:38

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Erna mín það verður fjör hjá okkur, Ingimar er náttúrlega á sjónum, en Gísla leiðist ekki að stjana í kringum þær allar heimasæturnar.
Íris mín er búin að kaupa sér hús og gekk það flott fyrir sig.
Svo verðið þið að fara að koma í heimsókn.
                          Knús á þig Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2008 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband