Össur vanvirðir sjálfan sig og aðra.
22.2.2008 | 08:44
Já ég tel það vera að vanvirða sjálfan sig
og aðra í leiðinni, ekki síst börnin sín með
slíkum skrifum sem Össur hefur við haft.
Hann talar um að dóttir hans hafi fengið vota hvarma
eftir lestur um hann, en hvað er hann sjálfur að gera?
Hvað ef hún kemst í þessi skrif hans?
Þessi skrif hans eru óafsakanleg og óhafandi,
Hann er ráðherra í ríkisstjórn Íslands
og getur ekki hagað sér, eða skrifum sínum eins og
honum sýnist.
Talað er um að hann eigi sinn tíma sjálfur, það er, er hann
bloggar á nóttunni, að mínu mati ekki, það er sama hvenær
hann notar þennan orðaforða sinn, sem er siðlaus.
Þjóðin á ekki að þurfa að hlusta á svona lagað.
Þegar Ingibjörg Gísladóttir tók formannskjörið fyrir um
þremur árum, vonaði ég að hún mundi dala og hann koma aftur,
þar sem mér hugnast hún ekki, vildi frekar hlusta á hann en hana,
en það gerðist ekki, kannski sem betur fer, finnst hann er þessi
persóna sem hann hefur sýnt, og verið að koma fram undanfarin ár.
Ég hef ekki bloggað neitt um þetta mál,
ég varð svo hvumsa að ég missti nú bara málið.
Ætla ég hreint að vona að menn fari að skapa frið
svo það sé hægt að fara að vinna að viti.
Góðar stundir.
Athugasemdir
Hugsaðu þér að þegar maður eins og Össur getur orðið ráðherra, hvaða tegund af fólki getur þá orðið venjulegir þingmenn og embættismenn? Bara það að setja Davíð í stól Seðlabankastjóra segir mikið um visku þeirra sem fara með æðstu stjórn landsins. Össur skrifar um sitt eigið þunglyndi og öfundsýki út í þá sem eru með meiri völd en hann sjálfur, en samt er hann ráðalaus ráðherra, og Davíð ætlar svo sannarlega að hefna sín á gömlum óvinum sínum með því að setja venjuleg heimili í gjaldþrot í hundraðatali, með því að halda stýrivöxtum svo háum, að hann er að framleiða óðaverðbólgu í landinu. Davíð er orðin efnahagslegur hryðjuverkamaður og engin í kring um hann þorir að sjálfsögu að segja honum til! Hann er maður sem kann þá list að stjórna með taktík einræðisherra sem við sjáum um víða veröld. Össur getur bætt sig og þroskast, en geggjunin í Seðlabankastjóra er ólæknandi að mínu mati. Hann er nógu slyngur til að umkringja sig með skræfum sem þora ekki að segja neitt þó þeir sjái hvert stefnir. Það óhugnanlegt að hafa mann eins og Davíð í þessari stöðu þegar samvinnu er sem mest þörf á, í fjármálum landsins. Þá er nú Össur skömmini skárri. Hann er þó í lagi af og til!
Óskar Arnórsson, 22.2.2008 kl. 09:12
Mikið innilega er ég sammála þér Milla mín, reyndar finnst mér þetta vera skrif óþroska manns, ekki manns sem situr í ráðherrastól.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 09:33
Frábær eruð þið, takk fyrir innlitin og ég er að sjálfsögðu sammála að flestu leiti ef ekki bara öllu.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.2.2008 kl. 10:28
Sammála þér Hallgerður þetta gerist ekki ódýrara
og þeir fá ekki mína samúð.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.2.2008 kl. 11:25
Ég er svo sammála þér Milla, ég held að hann ætti að hafa meiri áhyggjur af því að dóttir hans sæi svona ljót skrif eftir pabba sinn heldur en um hann. Ekki gott að kenna börnum sínum svona framkomu.
Mér finnst rangt að afsaka hann með að þetta sé stíllinn hans, ég er ansi hrædd um að þjóðin yrði hvumsa ef að allir pólitíkusar kæmu með sinn stíl upp á yfirborðið, þar sem ansi margir af þeim eru allt öðruvísi í prívat lífinu heldur en því opinbera.
Huld S. Ringsted, 22.2.2008 kl. 11:34
Ég skil ekki Huld að það þurfi alltaf að afsaka gjörðir þessara manna, hans stíll, "hlægilegt".Ég er nú hreinlega búin að fá upp í kok af þessu öllu saman
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.2.2008 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.