Flott staða fyrir glæpamenn, eða hvað???

Gott til afspurnar, glæpamenn geta bara komið til Íslands
haft sig í frammi  við það sem þeim líkar best,
síðan ef þeir eru handteknir þá neita þeir bara sök,
losna úr haldi og fara beint heim.
Hverslags eiginlega er þetta, er ekki hægt að halda mönnunum
hér á einhverjum forsendum.
Það hljóta allir að sjá hvað þetta er yfirmáta heimskuleg lög,
ef það er það sem er að, þá er að breyta þeim.
                            Góðar stundir.


mbl.is Ekkert svar frá Póllandi vegna framsalskröfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja segðu, samt eru ekki svo margir Pólverjar í fanelsum landsins, fjöldinn er flestur í íslendingum og Lettum.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 11:39

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þetta réttarkerfi þarna uppi á Íslandi er einkennilegt.  Pældi aðeins í þessu á meðan ég var heima en hélt bara að það væri hún ég ,,útlendingurinn" sem væri aftan á kúnni og skildi ekki neitt. Gott að heyra að ég er ekki sú eina sem finnst hlutirnir skrítnir.  

Finnst samt stundum erfitt að dæma þar sem ég fylgist ekki nógu vel með því sem er í gangi þarna, en heilbrigð skynsemi segir manni jú að það er ekki allt í lagi.  Fólk bara getur gengið út og inn eins og ekkert sé og enginn segir neitt, og allt sett í nefndir.  Þoli ekki allar þessar nefndir!!!!! Þær gera nákvæmlega ekki neitt nema funda, en framkvæmdin er núll. Úps gott að blása öðru hverju.

Ía Jóhannsdóttir, 22.2.2008 kl. 11:44

3 Smámynd: Heidi Strand

Skelfilegt og ekki bætir þetta ástandið.
Réttarkerfið er ekki i takt með tímann.

Heidi Strand, 22.2.2008 kl. 12:20

4 Smámynd: Ásgerður

Fáránlegt kerfi alveg, smmála þér kæra frænka. Langaði líka að þakka fyrir góða ráð,,og þau vikuðu vel, allavega í morgun

Eigðu frábæra helgi

Ásgerður , 22.2.2008 kl. 12:32

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég er ekki bara að tala um Pólverja, bara alla, líka Íslendinga, það hefur nú komið fyrir að þeir hafi laumað sér eitthvað erlendis.

Ía þú hefur bara góða mynd af þessu öllu saman flott að þú skildir minnast á nefndirnar þoli þær ekki heldur, og framkvæmdin er zero
það er rétt.


Engin er kallaður rasisti hér.

Rétt hjá þér Heidi kerfið er ekki í takt við tímann.
                     Kveðja til ykkar allra. Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.2.2008 kl. 14:01

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásgerður mín þetta sem ég sagði virkar, en það getur tekið á þolinmæðina.
                           Góða helgi og knúsý kveðjur til ykkar beggja.
                                              Milla frænka.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.2.2008 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband