Bloggið gefur okkur undur og stórmerki.
23.2.2008 | 16:05
Ég var að hugsa um þennan sveitasíma nútímans,
sem er bloggið, undur og stórmerki gerast dags daglega.
Hef eignast margar bloggvinkonur og vini síðan ég byrjaði
að blogga, það er rúmt á síðan.
Stórkostlegt er það að gamlir vinir finna hvorn annan
og nýir verða vinir manns.
Ég hef komist að því að undantekningar-laust hafa allir átt við
einhver vandamál að stríða, þeir sem ekki hafa opnað sig þar að lútandi
rita þannig að maður les á milli linana.
Flestir opna sig, eins og þeir séu að tala um einhvern annan,
og er það allt í lagi, því það er nefnilega svo frábært að við ráðum
yfir okkar lífi sjálf.
Margir bara galopna sig og dáist ég að því fólki.
því þeir sem geta það tekst betur að höndla vandan en öðrum.
Það er líka stórkostlegt, ef að einhver á í erfiðleikum,
þá eru allir hinir tilbúnir til að hjálpa til.
Eitt verðum við að gera okkur grein fyrir að engin skapar okkar
líf eða ræður því hvernig það er nema við sjálf.
Lifum í kærleikanum, ljósinu og gleðinni og þá mun allt fara vel.
Kveðjur til ykkar allra.
Milla.
Athugasemdir
Takk fyrir pistilinn Milla mín. Þú mælir réttilega að margur hefur á blogginu loks þorað að skrifa um eigin vanlýðan og tel ég gott þegar fólk leitar huggunar og aðstoðar á þennan hátt. Eigðu góðan dag.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 16:28
Rosalega er ég sammála þér Milla!
Þetta er svo satt sem þú skrifar hér, ótrúlegt alveg!
Knús
Róslín A. Valdemarsdóttir, 23.2.2008 kl. 16:46
Hallgerður þessi er alveg frábær eins og margar aðrar sannar sögur
frá sveitasíma-tímanum.
Ég er búin að biðla afar oft til þeirra sem muna þessa tíma og sögur
frá honum, að taka sig saman og skrifa bók um þetta tímabil,
en engin viðbrögð fengið.
það þyrfti að skrá þetta eins og Íslenska fyndni og margt annað sem hefur verið tekið saman.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.2.2008 kl. 18:03
Svo sannarlega hefur bloggið gefið mér mikið, hef bæði lært af því og fengið stuðning í minni baráttu, það er mér mikils virði.
Góður pistill hjá þér
Huld S. Ringsted, 23.2.2008 kl. 18:03
Ásdís mín takk fyrir mig og vonandi heldur þetta áfram
á öllum nótum sem okkur langar til.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.2.2008 kl. 18:07
Róslín og Huld gott að þið eruð sammála mér,
ekki hef ég síður lært og fengið stuðning, það gefur mér líka
ósegjanlega mikið að taka þátt í stuðningi við annað fólk.
Knús á ykkur Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.2.2008 kl. 18:11
Moðir i hjaverkum. það er til svolítið sem heitir að vera meðvirkur,
það er það versta sem til er, það hefur engin gott af því.
það er líka annað börnin skynja að eitthvað er að og vita ekki neitt,
eða svo haldið þið, hvernig væri að spyrja þau að því.
Elsku vina lífið er allt of stutt til að eiða því í að bíða eftir að hinn
geri eitthvað. Nú veit ég ekkert hvað gerðist í þinni fjölskyldu, en yfirleitt er þetta allt mjög líkt og sama sálfræðin dugar á það allt.
Knúsý kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.2.2008 kl. 18:19
Hjartans Milla mín, enn og aftur hittir þú naglann á höfuðið, sveitasími nútímans
bravó.
Er að drífa mig á tónleika Þursana núna, hef ekkert haft tíma til að skrifa, er öll að koma til og mér líður vel.
Láttu þér líða vel Milla mín og takk fyrir mig.
kveðja eva frænka
Eva Benjamínsdóttir, 23.2.2008 kl. 18:23
Já þetta er mjög skemmtilegur samskiptamáti, eins og þú segir sveitasími nútímans. Ég er nú bara búin að vera hérna á blogginu í 1 mánuð núna eftir 2 daga og manni er nú bara farið að þykja ansi vænt um marga hérna :) Takk fyrir öll skemmtilegu samskiptin kæru bloggarar
Guðborg Eyjólfsdóttir, 23.2.2008 kl. 18:48
Blessuð Eva mín ó,ó,ó, ég mundi sko vilja vera með þér á þessum tónleikum, en skemmtu þér vel.
Nú fer þetta allt að koma hjá þér.
Knúsý kveðjur frænka mín
Þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.2.2008 kl. 19:00
Sömuleiðis Guðborg mín kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.2.2008 kl. 19:01
Sveitasími
ein löng og tvær stuttar.....´
Góður pistill sem ég er fyllilega sammála
Solla Guðjóns, 24.2.2008 kl. 22:12
Hæ Solla mín, ég vissi að allar værum við sammála í þessu.
Ég er svo mikið EGÓ, en það er það engin fyrir mig.
Knús á þig Ollasak Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.2.2008 kl. 07:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.