Kvöldið í gær.

Ingimar, minn elskulegi tengdasonur, bauð okkur
unglingunum á hólnum í mat í gærkveldi.
Milla mín var að vinna til 16.oo, hún vinnur sko í blómabúð.
Er við komum til þeirra um hálf sexleitið var hún sofandi
litla snúllan að leika sér í takt við latarbæjar tónlist,
ekki þarf að spyrja að, tónlist, dans og fimleikar er hennar
aðal leikur, nú við sóttum ljósálfinn okkar til vinkonu hennar
um leið og við komum.
Að vanda var vandað til matargerðar því hann Ingimar er
alveg frábær kokkur, við fengum Barbecue ribb með
bökuðum kartöflum, fersku saladi, hvítlaukssósu og smjöri,
á eftir fengum við mokkakaffi með Lindor konfekti á eftir,
þetta var æðislega gott.
Nú þegar við vorum að kveðja knúsuðust allir bless,
en þá sagði litla ljósið hennar ömmu sinnar,
Allir í stubbaknús, stubbaknús og svo föðmuðust allir í hring.
Er eitthvað til yndislegra???
Í dag ætlum við inn í Lauga að hitta snúllurnar okkar þrjár
sem þar búa, það er Dóru mína elstu og tvíburana okkar,
því ég á þessar stelpur líka búin að vera samtíða þeim síðan
ég var viðstödd fæðingu þeirra.
Æðsta undur alheimsins er barnsfæðing.
                      Kærleikskveðjur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna

Bið að heilsa snúllunum þínum á Laugum.Þarf að fara að hitta hana Dóru mína.Kveðja

Erna, 25.2.2008 kl. 12:44

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég skal skila því Erna mín, þú ættir nú að skreppa í heimsókn til hennar það er sko ekki dónalegt hjá henni frekar en endranær.
                                Kveðja snúllan mín
                                   Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.2.2008 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband