Er fólk hvergi hult?

Já ég segi er fólk hvergi hult, það er nefnilega þannig
að bæði karlmenn ok konur lenda í þessu ógeði.
Svona glæpir eru búnir að viðgangast, æði lengi í
flestöllum löndum í kringum okkur.
Allmörg þessara mála komast aldrei upp,
vegna þess að þeir sem verða fyrir þessu, eru ekki
meðvituð um hvað gerist.
Það er eins gott að allir séu með augun opin og láti vita
ef þeir sjá eitthvað gruggugt við framgöngu manna.
Það stoppar þetta engin betur en fólkið sjálft.

Svo skil ég ekki, hvað hafa menn út úr þessu,
eru þeir kannski svona ljótir að engin vilji þá
eða hvað?


mbl.is Grunaðir um að hafa sett lyf í drykki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þetta er ljótur leikur og er oft gerður í þeim tilgangi að auðvelda viðkomandi við að ræna fólk peningum, pössum og kortum.  Hef heyrt um mörg svona tilfelli hér.  Venjulega eru fórnarlömbum kippt upp í bíl, jafnvel leigubíl og keyrt með þau á hótel og skilin þar eftir hálf meðvitunarlaus.  Fólk sem lendir í þessu man ekkert frá því það var á bar eða veitingahúsi og vaknar síðan með hálfa rænu á ókunnum stað. 

Hef séð viðvörunarskilti á mörgum börum í flughöfnum, London og fl. stöðum í heiminum þar sem fólk er beðið um að leggja ekki glös frá sér án þess að einhver hafi auga með þeim.

Ía Jóhannsdóttir, 26.2.2008 kl. 09:11

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ía þetta er hræðilegt, það er af sem áður var, er maður gat skilið tösku og glas eftir og farið að dansa.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.2.2008 kl. 09:20

3 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Já þetta er alveg skelfilegt þegar fólk gerir þetta, það eru nú nokkur ár síðan þetta var faraldur hérna á Íslandi, þá voru einhverjir gaurar að setja nauðgunarpillu út í drykki hjá konum og svo var þeim bara nauðgað inni í húsasundi. Þetta er viðbjóður

Guðborg Eyjólfsdóttir, 26.2.2008 kl. 12:59

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er nú ennþá að gerast Guðborg mín.
                      Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.2.2008 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.