Draumaheimur sósíalísmans, hvaða heimur er það?
26.2.2008 | 13:39
Að gefnu tilefni.
Ég er alfarið hlynnt því að bloggað sé um öll
þau mál sem snerta þjóðfélagið og þar með okkur,
þegna þessa lands.
Td. eins og ofbeldismál og mörg önnur mál,
einnig dóma í slíkum málum.
Þakka ég því Morgunblaðinu fyrir að veita okkur
aðgang að því sem er að gerast, dags daglega
svo að við getum fjallað um það.
Einn sem kommentaði fannst það ósmekklegt að
mbl.is leyfði blogg á svona mál.
Ég bloggaði í gær um manninn sem var dæmdur fyrir
að hafa barnakláms-myndir í tölvunni sinni.
Fyrirsögnin var. Er talið að hann lagist með aldrinum?
Ekki lel ég mig vera sérfræðing í hvorki einu né neinu
þótt ég telji mig ansi góða í mörgu, þó ég segi sjálf frá.
Sérkennilegt, og hugnast mér eigi, er fólk kemur inn á
síðuna hjá manni, þekkir mann ekki neitt,
leggur orð, greind og skoðanir manni til handa.
Eins og; að maður sé sérfræðingur,
að maður líti þannig á málin að morðingjar geti ekki lagast
með aldrinum og að geðklofi geti ekki leitað sér hjálpar.
" Og svo kom nú rúsínan í pylsuendanum."
þið þessir réttvísu og sanngjörnu eruð fljót að dæma þá
sem ekki passa inn í þennan frjálsa draumaheim sósíalisma.
Ég spyr hvað er draumaheimur sósíalismann?
Og hvar eiga menn sem eru annaðhvort barnaperfertar
eða barnaníðingar að passa inn?
Afar hagkvæmt er fyrir þann sem kommentaði þetta á minni síðu,
lokaði sinni síðu, 18-02-2008.
En hann getur komið inn á annarra síður til að tala um eitthvað
sem hann veit ekkert um.
Guð hjálpi þessum manni.
Góðar stundir.
Athugasemdir
Ég las þetta komment í gær. Ég tel að engin ein aðferð dugi á slíka menn, þeir hljóta að vera mismunandi. Ég hef það hinsvegar fyrir reglu að lesa dómana í heild áður en ég kommenta nokkuð á þá. Þeir birtast hérna www.domstolar.is .
Tvennt sló mig sem undarlegt í þessum dómi í gær, annað var aldurinn og hitt tilvist kærustu mannsins. Hvorugt tel ég vera málsbætur en dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu.
Margir átta sig ekki á að við þessar fullorðnu konur höfum margt lært af lífinu sem er meira virði en prófgráða. Sumir leyfa sér líka ótrúlegan dónaskap í skjóli nafnleyndar.
Kær kveðja inn í daginn
Ragnheiður , 26.2.2008 kl. 13:44
Alltaf gott að heyra frá þér Ragga mín, takk fyrir mig.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.2.2008 kl. 13:49
Þetta sem Ragnheiður segir um okkur fullorðnu konur er nákvæmlega það sama sem ég sagði í kommenti hjá mér um þetta sama mál, lífsins skóli í X mörg ár gefur meira en skóli í örfá ár.
Ég fékk nafnlaust komment í nótt sem var bara persónuníð svo ég eyddi þv.
Huld S. Ringsted, 26.2.2008 kl. 14:15
Já ég þarf að eyða þessum athugasemdum mínum þarf bara að gefa mér tíma til að sjá hvernig það er gert.
En hvað er eiginlega að mönnum?
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.2.2008 kl. 14:51
Það er alltaf leiðinlegt þegar fólk kann sér ekki hóf og er að henda fram athugasemdum án þess að skrá sig inn á bloggið. Það er svo heigulslegt þegar menn gera slíkt og segir meira um þá heldur en nokkuð annað.
Málið er, stelpur mínar, að stilla bara bloggið sitt þannig að aðeins skráðir notendur geti skrifað athugasemdir.
1. stjórnborð.
2. stillingar.
3. blogg.
Þar er hægt að velja "hverjir mega skrifa athugasemdir" og best er að láta flippann sem segir að allir skráðir notendur megi skrifa.
Tiger, 26.2.2008 kl. 15:08
Takk kærlega fyrir mig, ég er nú bara búin að vera hálf skrítin síðan
í gær, er bara til svona fólk?
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.2.2008 kl. 16:08
Takk Tigercopper er búin að breyta þessu eins og þú sýndir mér,
hafði aldrei hugsað út í þetta.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.2.2008 kl. 16:14
Já Einar þú misstir af miklu hefði viljað heyra hvað þú hefðir sagt,
en ég er búin að þurrka þennan viðbjóð út, og þras á milli manna
inni á minni síðu og þeir eru á bannlista á minni bloggsíðu.
Færslan hér að ofan er fyrsta kommentið sem ég fékk.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.2.2008 kl. 06:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.