Fyrir svefninn.

Guðmundur og sr. Einar voru einu sinni saman
á ferðalagi.
Sr. Einar segir þá: >> Ef fjandinn hitti okkur nú,
hvorn heldur þú að hann tæki fyrst?<<
>> Og sjálfsagt mig, hann er alltaf viss um þig,<<
svaraði Guðmundur.

Sr. Guðmundur var kvenhollur maður talinn.
Kristín kona hans var búkona mikil og kvenna nískust.
Einu sinni kemur frú Kristín að manni sínum í faðmlögum
við eina af vinnukonum sínum.
Hún verður ókvæða við, sem vonlegt var,
en prestur segir rólega:
>> Þetta eru nú launin hennar, góða mín.<<

                                       Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Góð saga :) Góða nótt Milla mín

Guðborg Eyjólfsdóttir, 26.2.2008 kl. 20:47

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Takk fyrir mig Milla mín, knús og góða nótt

Huld S. Ringsted, 26.2.2008 kl. 20:58

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

sömuleiðis Huld mín takk fyrir þinn stuðning.
Knús Milla.

Góða nótt Guðborg mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.2.2008 kl. 21:24

4 Smámynd: Erna

Góða nótt Milla, hlakka til að kíkja á bloggið þitt í fyrramálið þá verður vonandi Milla mín ekki eins döpur og í dag.Sofðu vel

Erna, 26.2.2008 kl. 22:30

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Kveðja inn í nóttina, er rosalega andlaus þessa dagana.

Ía Jóhannsdóttir, 26.2.2008 kl. 22:31

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei stelpur mínar er betri í dag, ætla ekki að láta þetta ná mér meira.
fékk góð skilaboð í gegnum símann í gærkveldi, að ég væri frábær
bloggari, og ég skildi ekki voga mér að láta þessi fífl ná mér svona
þá húrraðist ég upp úr þessu.
Ætla meira að sega að baka svolítinn slatta af heilsubrauðum í dag
á morgun ætla ég að baka rúgbrauð.
                        Knúsý kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.2.2008 kl. 06:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.