Hver keypti veigarnar?

Það hlýtur að koma meira í kjölfarið,
þeir sem þáðu veigarnar, hvað með þá?
Bera þeir ekki ábyrgð á sjálfum sér, ekki var
víninu neitt ofan í þau.

Keypti formaður skólanefndar  veigarnar? 
Átti hann einn að bera ábyrgð á siðferði  ferðarinnar?

Fróðlegt verður að fylgjast með hvernig skólameistari
tekur frekar á þessu máli.

Þegar þetta gerðist á Ísafirði, var þeim vikið í viku
úr skólanum, sem drukku áfengi.

Ekki er ég hlynnt víndrykkju ungs fólks, þarna hafa trúlega verið
16 ára ungmenni með í för, og það segir sig sjálft að það er
ekki löglegt að þau drekki vín.

Það sem mig langar til að fá svar við,
hvort formaðurinn þurfi einn að axla ábyrgð???.
                            Góðar stundir.

 


mbl.is Sagði af sér formennsku að beiðni skólameistara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Nákvæmlega ekki mjög sniðugt að veita áfengi í skólaferðalögum, og að formaður nemendafélags skuli veita það er alveg til skammar

Guðborg Eyjólfsdóttir, 27.2.2008 kl. 06:44

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það sem ég er að meina Guðborg mín var hann ekki bara látinn fjúka
að því að hann var formaður, ég er ekki að  mæla þessu bót svo langt frá því, en ég vill bara fá að vita meira.
Td. á Ísafirði er þetta gerðist þar þá var þetta fámennur hópur sem neytti áfengis og voru þau öll látin fara í vikufrí.
það var ekki talað um bara eina persónu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.2.2008 kl. 06:55

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Man ég tímana tvenna.....

Það er fáránlegt að einn aðili beri  ábyrgð á þessu.

Þessir unglingar eru alveg nógu gamlir til að axla ábyrgð á sjálfum sér eða það skyldi maður ætla.

En svona ykkur að segja þá finndist mér mikið verra hefði verið um eiturlyf að ræða.......

Þó ég sé á móti unglingadrykkju þá finnst mér þetta ekkert óeðlilegt en ætti samt ekki að ske í ferðum á vegum skólans.

Solla Guðjóns, 27.2.2008 kl. 13:16

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auðvitað er maður ánægður með að það séu ekki eiturlyf með í för,
en Solla mín við vitum það samt aldrei, þá meina ég yfirhöfuð.
Ég er líka á móti unglingadrykkju, en við ráðum ekkert við það.
                                  Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.2.2008 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband