Höfundur
Tenglar
mbl.is
- Myndasíða Millu
- Pullip Myndasíða Sigrúnar og Guðrúnar
- http://123.is/641 Frábær síða gerð af bónda einum í Reykjadal.
- http://vf.is/ Suðurnesjablað
- http://245.is/ Sandgerðis fréttir
vinur
Fyrir svefninn.
28.2.2008 | 21:09
Í Hvammi í Vatnsdal er stórt steinhús
og gengið upp háar tröppur, handriðalausar.
Einhverju sinni kom karl einn úr sveitinni
þangað í kynnisför.
Þetta var að vetrarlagi og svell mikið á tröppunum
og flughált. þegar karl er að fara aftur, rennur hann
á hálkunni og stingst á höfuðið beint fram af tröppunum.
Eitthvað af heimafólki hafði fylgt honum til dyra
og varð því mjög bilt við þessa sjón,
taldi víst að karlinn hefði stór-slasast.
En hann stóð upp eins og ekkert væri, og spurði þá fólkið
hvort hann hefði ekki meitt sig voðalega.
>> nei, nei,<< sagði karl, >> það vildi mér til ,
að ég kom á höfuðið.<<
Prestur einn á Vestfjörðum var að jarða fyrirrennara sinn.
þegar líkmennirnir voru að láta kistuna síga ofan í gröfina,
heyrðist þung stuna og virtist hljóð þetta koma úr kistunni.
Prestur hallar sér þá að líkmönnunum og hvíslar að þeim:
>> Blessaðir, ansið þið honum ekki, piltar.<<
Góða nótt.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Óeðlilegar verkfallsaðgerðir
- Að velja sér viðmið
- Bæn dagsins...
- Stríð og friður á Samstöðinni
- Heimssýn á Samstöðinni
- Ranghugmynd dagsins - 20241122
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, höggormurinn var sennilega sprauta með erfðabreytiefni - eins og Covid sprauturnar.
- Píratar
- Ingu Sælands ríma
- Djúp lægð
- Geti ekki brotið verkfallslög
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
- Ranghugmynd dagsins - 20241121
- Kvenfrelsunarflog Ríkisútvarpsins
Athugasemdir
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 21:12
Nattínatt dúlls
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 21:12
Djísús Milla, þessi seinni var rosalega skeri Nú fæ ég örugglega martröð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2008 kl. 21:28
hehehe ég varð nú ekkert hrædd því mér datt séra Baldur í Vatnsfirði í hug
En maðurinn svona ljónheppinn að detta á höfuðið
Sofðu vel .
Solla Guðjóns, 28.2.2008 kl. 21:54
Góða nótt Milla mín
Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.2.2008 kl. 23:43
Já var líka alveg viss um séra Baldur eitthvað svo í anda af sögum af honum en jú smá skerí góða nótt
Brynja skordal, 29.2.2008 kl. 01:00
Snúllu dúllur enga hræðslu við þetta, sko ef þið hræðist að verða kviksettar þá er bara að segja fyrir um púlsskurð eftir andlát,
eins og Hallgerður bloggvina, ympraði á um daginn.
Baldur í Vatnsfirði, flottur karakter. Eitt sumarið sem oftar vorum við að fara suður til Reykjavíkur, þá vildu snúllurnar mínar koma við í Vatnsfirði, til að skoða uppgröft sem fornleifafræðingar höfðu verið að vinna að nokkur sumur, þarna var konum lokið.
Er við ókum upp að Prestsetrinu, ekki alveg upp að húsi,
birtist ekki gamli á tröppunum, stóð þar með hendur í vösum,
í allri sinni dýrð klæddur náttfötum og fráflakandi slopp,
um miðjan dag, bauð góðan daginn, við á móti og tjáðum honum erindið, hann veifaði bara og snéri inn aftur.
var mér þá litið á snúllurnar og hláturskast fékk ég,
þær höfðu alveg misst hökuna niður í klof svo hissa urðu þær við
ásjónu þessa. Sagt til gamans.
Knús á línuna Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.2.2008 kl. 07:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.