Fyrir svefninn.

Tveir bændur voru á heimleið úr lestarferð.
þeir voru hreifir af víni, og segir þá annar:
,, Við eigum eigum nú kerlingarnar yfir okkur, þegar
við komum heim, Steini minn." ,, Og hálfbölvaðar báðar tvær,"
svaraði hinn.

Piltur einn úr Reykjavík fór í dvöl vestur á Snæfellsnes.
Að dvölinni endaðri fór hann til Reykjavíkur aftur og sagði,
hvernig hefði verið á Snæfellsnesi.
,, Fyrst drapst belja," sagði hann, ,, og þá var lifað á
tómu beljuketi. Svo drapst hestur, og þá var lifað á
tómu hrossaketi, og svo drapst kerling,
en þá fór ég."

              Hellirigning.

                         Regnið þungt til folda fellur
                         fyrir utan gluggann minn.
                         það er eins og miljón mellur
                         mígi í sama hlandkoppinn.

                                                           Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt Milla mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 1.3.2008 kl. 21:43

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góða nótt Milla mín

Huld S. Ringsted, 1.3.2008 kl. 21:46

3 Smámynd: Brynja skordal

Góð Góða nótt

Brynja skordal, 1.3.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.