Að gefnu tilefni. Svör við spurningum fólks.
5.3.2008 | 11:21
Ég hef oft verið spurð að því hvort ég væri mjög trúuð.
Vegna þess að ég tala mikið um kærleikann.
Ég hef mína trú frá barnæsku,
ekki var neitt sérstaklega verið að tala um það í mínum uppvexti
að ég ætti að fara með bænir og slíkt, en maður bara gerði það.
Auðvitað fór ég eins og aðrir í sunnudagsskólann,
og svo var trúin bara þarna, mér var kennt að vera ætíð góð við aðra.
Hef ég reynt að fara eftir þessu, en þið vitið hvernig það er í lífinu.
Þegar maður er ungur og óþroskaður, er maður oft óvæginn,
og þar var ég ekkert öðruvísi en hinir, ef einhver gerði á hluta minn eða minna,
þá var ég upp eins og fjöður og varði mitt.
Ég hafði þá ekki þroska til að skilja að maður eltir ekki ólar við
ósanngirnina, eyðir ekki orku sinni í ólarnar.
Þegar ég þroskaðist upp í kærleikann, þá kenndi ég börnunum mínum,
eftir því sem ég best kunni, að elta ekki ólar við vitleysuna.
en auðvitað þurftu þau að læra og þroskast alveg eins og ég
af sínum eigin mistökum.
Þau þurftu líka að ganga í gegnum heimiliserfiðleikana með mér,
og þroskuðust mikið á því.
Ég fer aldrei í kirkju nema ég þurfi þess, en ég fer út og anda að mér
loftinu úr náttúrunni, þaðan fæ ég orkuna.
Ég trúi á að ég sé það sem ég hugsa. Ég trúi á englana, álfana,
fjöllin, jöklana, alheimskraftinn og kærleikann.
Svona hugsa ég, og þar af leiðandi lifi ég í kærleikanum,
þó ég geti orðið reið.
Kveðja til ykkar allra Milla.
Athugasemdir
Falleg hugsun Milla mín
Ragnheiður , 5.3.2008 kl. 11:38
Ég sé að við erum ekkert ólíkar í hugsun og trú Milla
Huld S. Ringsted, 5.3.2008 kl. 12:34
Nei sko ... sæl - ég gruna að þú sért spegilmynd mín í trú og hugsun - hvað fegurð varðar næ ég ekki í hælana þína sko - en það er önnur Milla! Mín barnstrú og mínar ferðir í sunnudagsskólann eru þarna í den, en í kirkju fer ég ekki nema nauðsyn sé. Ég anda líka að mér sömu náttúruorkunni. Tel mig vera góða fyrirmynd hvað vináttu, kærleik og trú á hið góða - snertir. Ég reyni ætíð að sjá til þess að engin fari sorgmæddur eða dapur frá mér. We are so much from the same genaflokki..
Ættum við ekki að selja smá genaslatta til Kára í erfðagreiningu? Hann gæti tekið svona sveppi eins og okkur til fjöldaframleiðslu og síðan stráð afrakstrinum yfir alþingi, ekki veitir af góðum genum þangað sko... *glott*.
Tiger, 5.3.2008 kl. 13:23
Milla, þetta í æsku hefur greinilega kennt þér margt, og þú sjálf hefur kennt þér margt.
Þú ert ein yndislegasta kona sem ég hef kynnst, eða það sem ég hef kynnst af þér
Allir geta orðið reiðir einhverntíma þegar á í hlut.
Knús á þig Milla mín
Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.3.2008 kl. 15:17
Takk elsku Róslín mín og sömuleiðis. við höfum rétt á að reiðast,
en verðum bara að muna að vinna rétt úr henni svo hún festist ekki þarna inni í sálartetrinu.
Knúsý kveðjur Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.3.2008 kl. 18:34
Hallgerður það sama gildir um þig frá mér, þú hefur ætíð glatt mig
með þínum góðu og heilu skrifum, og ekki síst fyrir hvað þú ert heil skoðunum þínum.
Knúsý kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.3.2008 kl. 18:39
Einar ég get vel trúað því, hef heyrt að það sé afar fræðandi nám,
og það er sama hvaða trúfélagi maður tilheyrir, bara ef maður
lifir í kærleikanum og ber virðingu fyrir öðrum.
það tel ég þig gera.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.3.2008 kl. 18:44
Tiger minn, hvað ertu að tala um fegurð, þú ert örugglega flottur,
og fegurðin kemur innan frá, það veist þú nú.
Þætti nú gaman að vita hvaða náttúru þú andar að þér????????.
Sammála því að senda Kára smá genaslatta, ekki veitir af,
allavega ekki á alþingi vorra þjóðar.
Kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.3.2008 kl. 18:52
Huld mín ætíð hef ég lesið það í þínum skrifum, að við hugsum afar líkt,
held að það sé mjög algengt með fólk sem hefur þurft að læra af erfiðleikunum.
Knúsý kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.3.2008 kl. 18:56
Ragga mín ekki eru þínar hugsanir síðri,
þú ert falleg kona snúllan mín.
Knúsý kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.3.2008 kl. 18:58
Já, maður lærir ýmislegt af að ganga í gegnum erfiðleika, og í raun á ég voða litla samleið sem alltaf hafa haft það ótrúlega gott
Kærleikurinn er bara lífið, og ef hann er ekki með, þá er ekkert gaman, þannig sé ég þetta.
Frábær pistill hjá þér,,,þetta hlýtur að vera í genunum
Ásgerður , 5.3.2008 kl. 19:56
En Milla,,,hvar er myndin af þér????
Ásgerður , 5.3.2008 kl. 19:57
Ásgerður mín við erum ekki frænkur fyrir ekki neitt, það er svo rétt hjá þér, kærleikurinn er lífið. myndin af mér er hjá mér núna, en er búin að vera að detta út og inn í dag, veit ekki ástæðuna.
Kærleikskveðja til þín frænka mín
Þín Milla.
Ps. hvernig gengur með pollann?
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.3.2008 kl. 20:27
Sömuleiðis Gréta min. Kærleikskveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.3.2008 kl. 20:29
Ekki skrítið að okkur gangi vel að skilja hver aðra. Það er nú ekkert lítið sem við eigum sameginlegt,eftir pistlinum þínum að dæma.Kærleikskveðjur til þín og þinna Milla mín. Ég spyr líka HVAR ER MYNDIN mig vantar Millubros
Erna, 5.3.2008 kl. 20:30
Hún er kominn
Erna, 5.3.2008 kl. 20:32
Erna mín hvar vantar myndina????????????
Hún er reyndar búin að vera að detta út í dag, hlýtur að vera eitthvað sambandsleisi.
Erna mín það eru svo margir sem eiga margt sameiginlegt,
en vilja ekki viðurkenna það ef maður gerir það er maður hólpin.
Kærleikskveðjur Þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.3.2008 kl. 20:37
Myndin sést bara á þinni bloggsíðu Milla..
Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.3.2008 kl. 20:38
Hún dettur líka út á minni síðu, hef nú ekki lent í þessu áður.
verð að athuga þetta á morgun.
takk að láta míg vita.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.3.2008 kl. 20:52
Hér er búið að segja allt sem þarf. Kærleikskveðja
Ía Jóhannsdóttir, 5.3.2008 kl. 21:06
Kærleikskveðja sömuleiðis Ía mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.3.2008 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.