Fyrir svefninn.
9.3.2008 | 21:05
Pálmi Pálsson menntaskólakennari var fjárhaldsmaður
minn á skólaárum, og þurfti ég oft að kvabba á honum
og fékk ávallt úrlausn.
Ég bað hann oftar en einu sinni um peninga fyrir buxum
sama veturinn. En þegar ég tilfærði sömu ástæðu í
þriðja sinn, sagði Pálmi:
,, Væri ekki heppilegra fyrir þig að breyta eitthvað til?
þetta er í þriðja sinn sem þú færð peninga hjá mér
fyrir buxum, en ég sé, að þú gengur alltaf í þeim sömu".
Um dótturson Bólu Hjálmars.
Sé ég nú að satt er það,
sem að forðum skáldið kvað:
það gefur ei dvergnum gildi manns,
þótt Golíat sé afi hans.
Þorsteinn Sölvason.
Sr. Magnús BL. Jónsson byggði upp
prestssetrið í Vallarnesi.
Þá kvað Jóhannes á Skjögrastöðum:
vellríkur er sagt að sé
sá, sem byggir þarna.
Honum verður flest að fé,
fjandanum þeim arna.
minn á skólaárum, og þurfti ég oft að kvabba á honum
og fékk ávallt úrlausn.
Ég bað hann oftar en einu sinni um peninga fyrir buxum
sama veturinn. En þegar ég tilfærði sömu ástæðu í
þriðja sinn, sagði Pálmi:
,, Væri ekki heppilegra fyrir þig að breyta eitthvað til?
þetta er í þriðja sinn sem þú færð peninga hjá mér
fyrir buxum, en ég sé, að þú gengur alltaf í þeim sömu".
Um dótturson Bólu Hjálmars.
Sé ég nú að satt er það,
sem að forðum skáldið kvað:
það gefur ei dvergnum gildi manns,
þótt Golíat sé afi hans.
Þorsteinn Sölvason.
Sr. Magnús BL. Jónsson byggði upp
prestssetrið í Vallarnesi.
Þá kvað Jóhannes á Skjögrastöðum:
vellríkur er sagt að sé
sá, sem byggir þarna.
Honum verður flest að fé,
fjandanum þeim arna.
Athugasemdir
Tiger, 9.3.2008 kl. 21:25
Lúlluknús inn í nóttina mín kæra

Brynja skordal, 9.3.2008 kl. 21:51
Hann hefur verið eftirtektarsamur þessi Pálmi!
Góða nótt Milla mín
Huld S. Ringsted, 9.3.2008 kl. 22:24
Hann hefur greinilega verið eftir tektar samur yfirleitt taka nú karlmenn ekkert eftir svona nokkru
Alla vega ekki minn kall, ég gæti fengið 20 sinnum pening fyrir sömu buxunum haha.
Góða nótt Milla mín
Guðborg Eyjólfsdóttir, 9.3.2008 kl. 22:42
Góðar vísur eftir bólu Hjálmar Elsku Milla mín en Bólu Hjálmar var frændi minn.Hann Pálmi hefur verið séðu góða nótt gullið mitt
Kristín Katla Árnadóttir, 9.3.2008 kl. 23:13
Rétt mun það vera Hallgerður, ég var vöknuð 6 eins og vanalega.
Ég tel okkur vera réttsinnaðar og duglegar konur, voru þær annars ekki ætíð uppi fyrir allar aldir
Hafðu góðan dag snúlla.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.3.2008 kl. 07:08
Góðan daginn srelpur mínar allar, nema Tiger hann er strákur og fær sér svar, enda held ég að við séum allar sammála um að hann sé bestur.
Er búin að setja 10.000 FREE Smileys inn í my favorit's á bara eftir að setja það inn í My pictures.
Það er nú ekki laklegt að hafa átt hann sem frænda, hann Bólu Hjálmar.


Guðborg mín mér er tjáð að þeir séu bestir sem aldrei taka eftir neini.
Ásdís mín þú hefur samband þegar þú ert tilbúin,
takk fyrir að láta vita af þér. þín Milla.
Já hann var eftirtektarsamur hann Pálmi, enda ekkert sem glapti fyrir
í þá daga.
Brynja og Sigga takk fyrir mig.
Knúsý knús inn í daginn.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.3.2008 kl. 07:25
Tiger! Tiger! Tiger! Já hann hefur þekkt í mér taktana, en okkur er ekki tjáð í sögunni hver það var sem bað um peningana, en hann
hlýtur að hafa átt áhugaefni sem kostaði peninga.
" Kannski bækur, konur, eða vín." Hver veit.
Knúsý kveðjur inn í þokusuddaðann daginn
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.3.2008 kl. 07:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.