Ekkert er nú yndislegra en að hafa barn á brjósti, EN.

Nú mega konur drekka  vín og áfengi í hófi,
hvað er hóf hjá þeim sem lokar á að það hafi drukkið fyrsta
og annað glasið?.

Hef nú ekki heyrt vitlausara, veit ekki betur en að þegar maður
var með börnin á brjósti og borðaði eitthvað óæskilegt, fengu
þau litlu skinnin niðurgang.

það á kannski annað við um alkóhól, ekki veit ég,
en til hvers þarf að vera að drekka er þessi litlu skinn eru
þurfandi fyrir 100% athygli frá móðurinni?.
mbl.is Í lagi að drekka vín með barn á brjósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er svo sammála þér mér finnst þetta ekki passa saman að drekka vín með barn á brjósti.

kæra Milla.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.3.2008 kl. 13:12

2 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Ég held það sé gott fyrir alla ef konan getur fengið sér 1 rauðvínsglas eða bjórglas 1 - 2 í mánuði ef að fólk kann sér það hóf og vera með barn á brjósti.

Guðborg Eyjólfsdóttir, 11.3.2008 kl. 13:15

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mér finnst það frekar ömurlegt, en sem betur fer eru nú flestar mæður ekki á þeim buxunum að drekka vin hvorki á meðgöngu eða þegar
börnin eru fædd.
                                  KnúsMilla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.3.2008 kl. 13:16

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mikið er ég sammála þér Milla, þetta er nú ekki það langur tími sem þau eru kannski á brjósti svo konur hljóta að þola það að sleppa víni á meðan. Það eru til miklu betri ráð til að slaka á en að sötra vín eða bjór.

Huld S. Ringsted, 11.3.2008 kl. 13:43

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála Huld enda held ég, eða vona allavega að svo sé með flestar allavega.
                                 Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.3.2008 kl. 13:52

6 Smámynd: Tiger

  Börnin okkar eiga fullan rétt á því að fá óáfenga mjólk frá móður sinni, mitt mat. Eins og Huld sagði - er þetta ekki svo langur tími sem þarf að fórna víninu svo barnið fái hreina og ómengaðan móðurdrykk. Virðingaverð er sú móðir sem ann barni sínu svo að hún bjóði ekki uppá smá vímu með mat þess... Rétt hjá þér Milla mín og knús á þig!

Tiger, 11.3.2008 kl. 14:08

7 Smámynd: Brynja skordal

skil ekki tilgangin að þurfa að sötra vín með barn á brjósti man eftir því að það var talað um að Malt og pilsner væri gott að drekka og sumar drukku þetta í góðri trú en hvað veit maður alltaf að koma upp eitthvað nýtt í sambandi við óléttu og brjóstagjöf svo mikið sem konur meiga ekki borða í dag á meðgöngu sem var ekki talað um hér á árum áður en kannski eru allir þessir fræðingar bara svona gáfaðir í dag En allt er gott í hófi

Brynja skordal, 11.3.2008 kl. 14:18

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

fyrir mörgum árum síðan sá ég konu ólétta drekkandi vín, hún sagði að það væri í lagi, gekk í burtu.
Já Tiger þau eiga rétt á heilli móður og engu minna en það.
                     Knús á þig Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.3.2008 kl. 16:11

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Brynja mín þetta er nú meira ruglið, einu sinni átti pilsner að vera mjólkuraukandi og mig minnir líka bjór en, halló!!!
Við erum náttúrlega afar heimskar að mati hinna, en ég er bara stolt af því.
                                     Knús kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.3.2008 kl. 16:15

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tek undir með þér Sigríður mín þetta eru skrítnar rannsóknir.
Og ég er viss um að þetta kyndir undir hjá þeim konum sem eru veikar fyrir víni.
                            Knúsý kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.3.2008 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband