Er verið að koma út úr moldarkofunum?

Það er mikið, að misrétti við konur sé að breytast.
Hef aldrei getað skilið það að allar konur megi ekki
fara í tæknifrjóvgun, og þó þær megi í dag ættleiða barn þá
var það nú ekki hér fyrir svo margt löngu síðan.

Hver er munurinn að mega ættleiða barn, eða fara í
tæknifrjóvgun og hver er munurinn á því að konur fái
tæknifrjóvgun og eignist sitt yndislega langþráða barn
sem konan hugsar um af mikilli ástúð, og gefur barninu
allt sem það þarf,
eða manninum sem setur niður afkvæmi sín
út um allt og sinnir þeim sama og ekki neitt eða ekki neitt.

Þær konur sem lenda í því að eignast börn á þennan hátt,
þurfa að hugsa um þau oft á tíðum einar.

Það er sama hvernig blessuð börnin koma þau eru ætíð mikill
ljósgeisli.
Allar konur eiga sama rétt.
                                            Góðar stundir.


mbl.is Einhleypar konur í tæknifrjóvgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Satt hjá þér snótin mín, vona að þú hafir sofið vel í nótt.
                     Knús inn í daginn
                         Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.3.2008 kl. 07:16

2 Smámynd: Ragnheiður

Ég hef aldrei skilið, mega ættleiða en ekki tæknifrjóvgun..ekki heil brú í því finnst mér

Ragnheiður , 13.3.2008 kl. 09:36

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rétt hjá þér maður hefur aldrei botnað í þessu, og er einstæð kona eitthvað verri til að ala upp barn, en foreldrar.
gef nú ekki mikið fyrir svona rök.
                              Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.3.2008 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.