Fyrir svefninn.

Ljóð úr bókinni Rómantík, eftir Arnodd Magnús Valdimarsson.
Höfundur gaf út ljóðabókina 1994.

                    LÍFSHLAUP.

              Kertaljós og litrík klæði
              leiðast hönd í hönd.
              Ástin og ástarkvæði
              engin halda bönd.

              Rósir og rósavín 
              rita ástarsögu beggja.
              Dúkar og látlaust lín
              leynast á milli veggja.

              Hringur og hjónaband
              heilög athöfn er.
              Barn og bleyjustand
              bæta mannsins kver.

              Það eflir dygð og dáð
              að dvelja barni sínu hjá.
              Það er bæði skrifað og skráð
              að sundurleysi myndar gjá.

              Svo verðum við gömul og þreytt
              viljum hvorki sofa né vaka.
              Allt er farið og allt er breytt,
              allt nema dauðans aftaka.

              Síðan syrgja synir og dætur,
              sársaukans tár sem höf.
              En þeir dauðu þegja og bíða nætur,
              þegar hátíð verður í hverri gröf.

                       Góða nótt.Sleeping

             
             


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

GN darling alltaf jafn yndislegt að kíkja hér inn fyrir nóttina 

Ásdís Sigurðardóttir, 14.3.2008 kl. 23:24

2 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Góða nótt Milla mín, ég skal segja þér að núna er ég komin fram yfir minn háttatíma því það er svo gaman að gleyma sér í lestri. Hafðu það dásamlega gott og gaman með fjölskyldunni en ekki gleyma að hvíla á milli tarna.

Eva Benjamínsdóttir, 15.3.2008 kl. 00:10

3 Smámynd: Tiger

  Æi já, rómantíkin er svo yndisleg. Ég er kannski ekki mikill ljóðayrkjandi eins og Arnodd Magnús Valdimarsson en ég er endalaust rómantískur og er stanslaust eitthvað að gera af mér sem telst fljótfært og óhugsað - í þeim tilgangi að koma á óvart með hinu og þessu, blómum - súkkulaðimolum - ástarbréfum og svo framvegis... elska rómantík sko!

Tiger, 15.3.2008 kl. 01:01

4 Smámynd: Tiger

 ómæ... gleymdi náttla að faðma þig inn í helgina Milla mín. Knús á þig og eigðu yndislega helgi!

Tiger, 15.3.2008 kl. 01:02

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góða helgi Milla mín og hafðu það rosalega huggulegt í faðmi fjölskyldu og vina.   Kisses  Kisses

Ía Jóhannsdóttir, 15.3.2008 kl. 01:12

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt elsku besta Milla mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 15.3.2008 kl. 01:35

7 Smámynd: Brynja skordal

Góða nótt og hafðu ljúfa helgi mín kæra

Brynja skordal, 15.3.2008 kl. 02:03

8 Smámynd: Ragnheiður

obb...ég er að koma hingað núna, gleymdi að kíkja fyrir nóttina...ó boj

Góðan dag Milla mín

Ragnheiður , 15.3.2008 kl. 08:28

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk innilega fyrir innlitin kæru vinir, þið gefið mér meira, en ég hefði getað ímyndað mér að bloggvinir gætu gefið, þar sem ég hef aldrei hitt ykkur, nema sumar ykkar sem ég þekki frá eldri tíma.
Guð gefi ykkur alla tíð góða daga.
                              Kveðja Milla.               

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.3.2008 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband