Með gleði og trú í hjarta.
15.3.2008 | 08:59
Það er að koma helgi, og síðan koma Páskar.
Og allt verður iðandi í lífi, gleði og kærleika,
allavega á mínu heimili.
Í gærkveldi fékk ég staðfest, það sem ég reyndar
vissi, þegar Bára Dís kom þá féll hún strax inn í barnahópinn
eins og þau hefðu aldrei skilið.
Þetta hefur alltaf verið svona með ljósálfana mína alla saman
þegar þau hittast, verða þau ein heild, þau falla saman inn í eitt munstur
og leika, tala og gera saman hvað sem þeim dettur í hug.´
Veit ég vel að það er viðkvæmni í mér þessa dagana,
en ég leyfi mér það bara.
Hér fáið þið eitt ljóð
sem fer vel að huga mér í dag.
RÓMANTÍK.
Skal ég líkja þér við sumardag?
Eða saklaust blómálfalag?
Eða vonina og vorsins myndir?
Eða viskuna og tærar lindir?
Þú sem berð birtu hlýja
bón um framtíð nýja,
ert miklu fallegri en sú helga mynd
er af miskunn bræðir frosna lind.
Lokkar þínir sem niðdimm nótt
niður rífa mína elju sótt.
Andlit sem engli hæfir
andar blítt og svæfir.
Fingur þínir fjaður léttir
fætur þínir ógnar nettir
prýða heimsins ljúfu hljóð
og hann er semur nætur ljóð.
Athugasemdir
Njóttu þess að hafa alla ljósálfana hjá þér, þú ert greinilega svona ekta amma
Minn gutti fer einmitt til ömmu og afa í Ólafsvík um páskana (eins og alla páska), þannig að ég verð bara að dúlla mér, ein heima hef svosem nóg að gera, þannig að það verður ekki leiðinlegt.
Stórt knús á þig og þína
Ásgerður , 15.3.2008 kl. 09:45
Hafðu ljúfa helgi mín kæra
Brynja skordal, 15.3.2008 kl. 09:51
Ásgerður mín ég held að ég sé besta amma í heiminum en stundum fæ ég að heyra að sé sé ströng, þá er ég að setja mörkin,
þau fá nú ekki að vaða uppi þó ég elski þau ofsa mikið.
hafðu það gott um páskana frænka mín
Þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.3.2008 kl. 10:55
Sigríður mín hef orðið vör við þetta með ljósálfana.
Búkolla og Brynja knús á ykkur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.3.2008 kl. 10:59
Örugglega æðisleg amma og svo vilja börn smá aga með
Eigðu góða helgi.
M, 15.3.2008 kl. 11:16
Hafðu það gott Milla mín, Ljósálfarnir eru ómissandi hluti af tilverunni, knús
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 14:25
Takk mínar ljúfustu og hafið það allar gott sömuleiðis.
Kærar kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.3.2008 kl. 20:26
Þú ert æðisleg Milla
Róslín A. Valdemarsdóttir, 15.3.2008 kl. 20:41
Þú líka Róslín mín.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.3.2008 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.