Var komin með fráhvarfseinkenni.

Hafið þið upplifað þau: ,, Fráhvarfseinkennin"?
Barnabörnin eru búin að hertaka tölvuna mína yfir
Páskana, Þessar elskur.
Svo er búið að vera svo gaman að njóta þess að hafa
alla í kringum sig að maður hafði ekki áhuga á tölvunni,
en þegar ég settist hér niður áðan þá fann ég hvað ég hafði
saknað þess að blogga ekki smá.
Litli strumpalingurinn minn er búin að vera með ælupest
amma vorkenni honum svo mikið, maður er nú bara 6 má.
og getur ekki sagt neitt, en það er nú gengið yfir núna.
Þau ætla heim í dag, en einhvern heyrði ég æla í morgunn,
svo það er spurning.

Dóra og snúllurnar mínar fara heim í dag, fríið búið skólinn
byrjar á miðvikudaginn, og Dóra að vinna.
Bára Dís mun trítla með frænku sinni Viktoríu Ósk í nýa skólann
sinn og allt fer í fastar skorður.

Mér finnst alveg æðislegt að hafa krakkana í svo marga daga þá
kynnist maður öllu svo vel sem snertir þau.

Ég verð að þakka þeim öllum börnunum mínum fyrir hjálpina
Hún er ómetanleg fyrir svona lassarusa eins og mig.
Milla, Ingimar og Dóra sáu alfarið um matseld og eftirréttakökur
á föstudaginn langa og á Páskadag, Fúsi og Solla elduðu á
Skírdag, á laugardeginum vorum við með síðbúin Brunch.
                 Takk fyrir mig englarnir mínir.

Ekki má gleyma Gísla mínum sem sá alfarið um þvottana
að vanda og uppvöskunarvélina.
                  Kveðja til ykkar allra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Greinilega góðir dagar elsku Milla og svo gott þegar allir gera hlutina saman.  Hafðu það gott elskuleg og hvíldu þig vel.  Tanny

Ásdís Sigurðardóttir, 24.3.2008 kl. 12:23

2 Smámynd: Erna

Gott að heyra frá þér aftur Milla mín. Búinn að vera í miklum fráhvörfum út af Millubloggleysi  Vona að ælupestin fari ekki að spilla gleðinni.

Erna, 24.3.2008 kl. 13:03

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er gott að þú ert komin aftur Milla mín hafðu það gott.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.3.2008 kl. 14:21

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir innlitin elskurnar mínar, ælupestin hún ætlar ekki að gera það endasleppt, Fúsi minn ældi eins og múkki í alla nótt og liggur marflatur í mömmurúmi núna þessi elska, og ekki fara þau heim í dag.

Hringdi síðan í Írisi, Bára Dís kom í síman af því að mamma var búin að æla alla nóttina, hver verður svo næstur???
Vonandi fæ ég ekki þennan óþvera.
Búin að sakna ykkar líka.

                                Kveðja í bili Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.3.2008 kl. 14:44

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Það er gott að vera í faðmi fjölskyldunnar!
Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.3.2008 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband