Fyrir svefninn.

SJERA Jónas, kunnur sómaklerkur í bænum,
var að halda líkræðu yfir aldraðri konu.
Hann hældi henni mjög, sem óvenjulega ástríkri
móður og umburðarlyndri og góðri eiginkonu.
Þegar prestur gengur út úr kirkjunni, víkur vinkona
hans sjer að honum og segir:
>> nú hefur illa tekist til hjá yður, prestur minn,
hin látna var hvorki móðir nje gift.<<
>> Nú var það svo, jæja fullan aldur hafði hún nú samt
til þess,<< svaraði prestur.


Rósa Einarsdóttir á Stokkahlöðum og Sigurður Eggertz
áttu í snörpum blaðadeilumum skeið.
Um það kvað Davið hreppstjóri á Kroppi:


        Sókn og vörn þau sífelt herða,
        sést það best á nýjum blöðum.
        Yfirvaldið er að verða
        undir Rósu á Stokkahlöðum.


                                        Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Takk fyrir þetta Milla mín og góða nótt.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.3.2008 kl. 22:18

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jerímías senjora..........

Tuttugu og tvö fjórtán?????

Er ekki kominn háttatími hjá þér mamma mín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.3.2008 kl. 22:20

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða nótt mín kæra 

Ásdís Sigurðardóttir, 25.3.2008 kl. 22:34

4 Smámynd: Ragnheiður

Góða nótt mín kæra

Ragnheiður , 25.3.2008 kl. 23:00

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt Milla mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 25.3.2008 kl. 23:04

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn Hallgerður mín, nei vorið er ekki komið, hér hefur snjóað svolítið í nótt og kuldaboli ræður ríkjum.
Ég er að fara í sjúkraþjálfun, en engillinn minn verður búin að hita bílinn, ekur mér síðan og sækir mig aftur, hann heldur að ég sé úr porstilíni, það er annars voða notalegt.
                              Knús  Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.3.2008 kl. 07:12

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Móðir mín góð gaman að heyra í þér og þó þú hafir þurft að loka
sem ég ekki skil, þá láttu heyra í þér, við viljum ekki missa þig alveg út.

                            Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.3.2008 kl. 07:16

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir innlitin elskurnar mínar,
og knús á ykkur inn í daginn ykkar.

jerímías Senjora þú ert svo flott, Milla snúlla Jr. ferð bara inn á síðuna mína og kommentar eins og ég sé að þessu
en ég elska þig samt.
                                       Knús Mamma.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.3.2008 kl. 07:21

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gleymdi að segja: ,, Svo gerir þú bara grín af mömmu þinni, ég svaf nú til 16.00 í gær svo ekki gat ég farið að sofa er heim var komið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.3.2008 kl. 07:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband