Fyrir svefninn.

Jóhann sat hjá Guðrúnu vinkonu sinni og lét vel að henni,
Guðrún var andatrúarkona mikil og trúði því, að maðurinn
hennar sálugi, því hún var ekkja,
væri ávallt í návist sinni.
Hún var búin að segja Jóhanni, að hún heyrði oft marra
í körfustól, sem stóð andspænis þeim og taldi hún það
vera af völdum manns síns.
Allt í einu fer að marra í stólnum.
Þá segir Guðrún:
>>nei, ekki líkar honum það.<<

Guðmundur hét maður og bjó í Borgarfirði.
Hann var hagorður, en þótti kvensamur.
Hann lenti eitt sinn í skömmum við nágrannakonu sína
sem var svarkur mikill. Nokkru síðar hitti hann mann hennar,
hafði orð á þessum viðtökum konunnar og kastaði fram
þessari vísu við bóndann:

                       Þín var kerling þung á brún,
                       þóttafull í máli.
                       Kjaft og málbein hefur hún
                       hert úr besta stáli.
Hinn svaraði:

                      Þeir sem búa í þjóðarbraut,
                      þurfa kjark og snilli,
                      þegar mannýg þarfanaut
                      þramma bæja á milli.

                                         Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt Milla mín
Ég er að fara í LH (Leikfélag Hornafjarðar) partýBounce

Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.3.2008 kl. 21:00

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góða skemmtun snúllan mín, heyri í þér er þú vaknar á morgun.
                                   Knús Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.3.2008 kl. 21:16

3 Smámynd: Brynja skordal

Góða nótt mín kæra

Brynja skordal, 29.3.2008 kl. 22:23

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir innlitin gullmolarnir mínir.
Kveðja inn í góðan dag.
Milla. Kisses 





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.3.2008 kl. 08:06

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Uss það vaknar engin hér, engillinn er vaknaður og þær vakna
svona kl. 2--3, annars vek ég þær kannski fyrr,
þær baða alltaf hundinn er þær koma í helgarfrí síðan þarf að aka þeim inn í Lauga.
En finnst þér ekki annars gott að vera ein með sjálfri þér svona á morgnanna?, svo getur maður nú skriðið upp í aftur ef maður vill kúra lengur, eða þannig.
                             Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.3.2008 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.