Fyrir svefninn.

Bjarni lögfræðingur var manna hátíðlegastur
í ræðu og riti og formfastur mjög.
Hann var einhverju sinni settur sýslumaður í afskektu
sveitahjeraði og trúlofaðist þar ungri  heimasætu,
sem hann unni mjög.
All langur spölur var á milli þeirra og skrifaði hann henni oft.
Eitt af þessum ástarbrjefum komst í hendur óviðkomandi
manns og endaði það þannig:
>>Jeg vona og óska þess fastlega, að aðkallandi
embættisannir hindri það ekki til lengdar, að jeg megi
hvíla áhyggjulaus í örmum þínum.
         Þinn til dauðans heittelskandi
                                                 Bjarni Þorgrímsson
                                                          Settur<<.

 

Gísli í Fróðhúsum var búin að missa konuna sína.
Ekki hafði hjónabandið verið farsælt, en svo fjekk hann
sjer unga og blómlega ráðskonu.
Gísli var einu sinni í kaupstað, og var búðarmaðurinn þar í
kaupstaðnum að gera að ganni sínu við hann og spyrja hann
að því, hvernig honum líkaði við nýju konuna.
Þá svaraði Gísli:
>> og þetta er bölvuð tyrta,
hún er lítið skárri en konan mín sáluga.<<

Launin.

                    Það er heita helvíti
                    hér að leita að gæfunni,
                    dyggur þreytast dagsverki
                    og deyja sveitarómagi.

                                         Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 takk fyrir mig elskan, þú heldur í hendina á bænum mínum þessa dagana

Ásdís Sigurðardóttir, 31.3.2008 kl. 20:36

2 identicon

hahaha,,,,, alltaf frábærar þessar kvöldsögur þínar Milla mín, góðan nótt og ljúfa drauma til þín ljúfust

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 20:39

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Dagurinn að kvöldi kominn, engin fleiri áföll enda hélt ég mig námunda við hundinn í allan dag svona til öryggis. 

Ía Jóhannsdóttir, 31.3.2008 kl. 20:59

4 Smámynd: Erna

Þessar voru góðar  Góða nótt Milla mín

Erna, 31.3.2008 kl. 21:04

5 Smámynd: Brynja skordal

já milla ég bjó þar frá 1989 til 2002 þannig að þú hefur verið þarna eitthvað á sama tíma og ég Góða nótt

Brynja skordal, 31.3.2008 kl. 22:21

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góða nótt Milla mín

Huld S. Ringsted, 31.3.2008 kl. 22:46

7 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Góða nótt elsku Milla frænka mín og takk fyrir sendinguna í dag

Eva Benjamínsdóttir, 31.3.2008 kl. 23:27

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt Milla mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 31.3.2008 kl. 23:31

9 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góðan daginn Milla mín, svarið er á blogginu mínu

Kristín Gunnarsdóttir, 1.4.2008 kl. 08:06

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir innlitin snúllurnar mínar.
Ekkert að þakka Eva mín, en svo komst ég ekki inn á facebook í gærkveldi, eitthvað verið að hjá þeim eða mér.

Brynja komst þú einhvertímann í Baðstofuna á Ísafirði?.
Ég var stundum að vinna þar svo kenndi ég á föndurnámskeiðunum og einnig var ég með námskeið í harðangri og klaustri, í mörg ár.

Sigga mín held ég hafi sett niður nokkrar vísur um ævina,
en enga hæfileika hef ég í þá átt.

Ía mín gott að halda sig við hundinn.

Nei Búkolla ef þú lest söguna þá var þetta verra í den að mörgu leiti.

Takk fyrir ævilega hlýjar kveðjur og eigið góðan dag í dag.
                           Knús til ykkar allra.
                             ykkar Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.4.2008 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.