Látum ofbeldið ekki viðgangast lengur.
3.4.2008 | 07:37
Það er vitað mál að börn eru beitt kynferðislegu og
um leið andlegu ofbeldi, því það tilheyrir hvort öðru.
Minna hefur verið í umræðunni, barsmíðar á hendur börnum,
og er það vel að rannsaka eigi það betur.
Vegna þess ef við lemjum börnin, þá erum við að brjóta sjálfið
þeirra niður í skítinn,
og þau verða ekki eins vel í stakk búin til að segja
nei, ef einhver ætlar að gera þeim eitthvað illt.
Börn hafa alltaf orðið fyrir því að verða sú persóna á heimilunum
sem auðvelt er að skeyta skapi sínu á.
Þau þurfa að þola ýtingar, hristingar og jafnvel að þau séu
lamin illa, já bara hvar sem er á litla líkamann sinn.
Fagna ég þeirri frétt að það eigi að fara að taka á
þessum málum.
því fyrirgefið, kemst fullorðið fólk, með fulla krafta upp með að
berja næstu persónu bara sí svona?
Nei ekki aldeilis, en það kemst upp með að berja börnin sín
þurrka svo tárin, og ýta þeim af stað í skólann með orðum eins
og vertu nú góð.
Skilur barnið nokkuð í því sem gerðist?
nei því það veit ekki til þess að það hafi verið að gera neitt rangt.
Vinnum öll saman að þessum málum.
Góðar stundir.
Ofbeldi gegn börnum verður rannsakað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ofbeldi er hreinlega ólíðandi í öllum myndum. Gott að lesa bloggið þitt.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 3.4.2008 kl. 10:42
Ég er sammála þér Milla mín þá aldrei að vera berja börn þetta er ólíðandi.
Kristín Katla Árnadóttir, 3.4.2008 kl. 11:08
Stelpur mínar það er víða pottur brotinn og við horfum oft upp á þennan ósóma og höfum gert í gegnum tíðina.
Þess vegna segi ég verum á varðbergi, segjum frá, það á engin að skammast sín fyrir það, með því að ýta þessu upp á yfirborðið
hjálpum við börnunum.
Stuðlum að betri framtíð
fyrir börnin okkar.Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.4.2008 kl. 11:23
Heyr, heyr, upprætum ofbeldi á börnum og förum að lögum, en skv. barnalögum er það borgarleg skylda allra sem vita um illa meðferð á börnum að tilkynna það yfirvöldum. Já eða skerast í leikinn á einhvern hátt.
Takk Milla
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.4.2008 kl. 11:32
Það er rétt hjá þér Jenný, þessi borgaralega skylda er bara ekki fyrir hendi, það hefur kannski lagast með aukinni umræðu, ætla ég hreint að vona það. Ég hef í gegnum árin fengið margar sögur af
ljótum gjörningum, sem fólk sagði mér síðar frá, ég sagði hverss vegna komst þú ekki strax til mín,
svarið var ég vildi ekki skipta mér af.
Ég sagði þá skalt þú heldur ekki gera það núna.
Ég get sagt þetta vegna starfa minna í barnaverndarmálum í 8 ár.
Það verður að kynna þetta fyrir foreldrum á foreldra fundum í félögum foreldra og almennt þá kveikir fólk á fjandans perunni og fer að hugsa, og í framhaldi að framkvæma.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.4.2008 kl. 11:47
En þetta er nú bara staðreynd Einar minn, þetta er til og verður alltaf til, en við getum spornað við svo miklu.
Það sem verra er að til eru kennarar sem iðka þetta, þó það hafi lagast.
T.d. móðir sem er að hirta barnið sitt í búðinni, fólk gengur framhjá,
en það á að stoppa og horfa á það sem er að gerast þá hættir móðirin og jafnvel skammast sín.
Kveðjur til þín.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.4.2008 kl. 11:58
Heyr, heyr svo sammála þessum pistil Milla, ofbeldi gagnvart börnum á aldrei nokkurn tímann að líðast, aldrei!!
Huld S. Ringsted, 3.4.2008 kl. 13:06
Ég mundi aldrey líða það að einhver væri vondur við börn, það er hægt að eiðileggja þau með barsmíðum.Góður pistill Milla mín, þú ert bestust
Kristín Gunnarsdóttir, 3.4.2008 kl. 14:35
Ef við stöndum öll saman þá minnkar ofbeldið til muna,
ég er sannfærð um það.
Þið eruð frábær kærleikskveðjur Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.4.2008 kl. 14:52
Æ svo sorglegt fæ bara íllt í magann að hugsa til að svona eigi sér stað en því miður Góða færsla Milla mín hafðu ljúfan dag
Brynja skordal, 3.4.2008 kl. 14:56
Sömuleiðis Brynja mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.4.2008 kl. 15:22
Ég verð alltaf bæði grimmur og reiður þegar ég sé fólk skammast í börnum sínu og tukta þau til - sér í lagi þegar ég sé fólk raunverulega berja börn sín. Það á ekki að þurfa að tukta börn til, það á að vera hægt að leysa öll mál með hlýju og það á að vera hægt að tala öll börn til - ef maður hefur sjálfur þroska og vit til. Ég skipti mér að ef ég sé móður eða föður berja barn sitt t.d. í verslun - er bara kaldur og leiðinlegur þegar ég segi bara ófeiminn - "þig vantar greinilega þroska til að eiga barn og ala það upp án ofbeldis"... mér finnst það endalaust ljótt þegar fólk misnotar krafta sína á þeim sem ekki kunna að verja sig nema með gráti.
Tiger, 3.4.2008 kl. 19:36
Heyr fyrir þér Tiger míó það er eimmitt þetta sem ég er að tala um,
láta vita, vekja fólk til umhugsunar, skipta sér af.
það er rétt, hægt er að tala við allflest börn í góðu.
þegar ég var að vinna í Íþróttahúsi, þá voru sumir kennarar að tala um villinga, en við urðum ekki mjög vör við þá, okkar megin töluðum við þau af virðingu
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.4.2008 kl. 20:38
Þetta var oft alveg ferlega algengt í gamla daga, börn voru barin áfram eða hengt með því að standa með uppréttar hendur út í horni heila kennslustund fyrir að gleyma blýant. Það hefur margt breytst, sem telst ekki börnum boðlegt í dag. Batnandi heimi er best að lifa.
Heyr, heyr, fyrir blíðum barnaheimi!
Eva Benjamínsdóttir, 3.4.2008 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.