Fyrir svefninn.

Guðmundur á Miðengi í Grímsnesi var dugnaðar-bóndi
og efnamaður. Hann var manna rólyndastur.
Kvennhollur var Guðmundur talinn.
Einu sinni kom kona hans að honum í óþægilegu
ástandi með vinnukonu á heimilinu og varð þá hvassyrt við
bónda, eins og von var.
Þá varð Guðmundi að orði:
,, Ekki má nú mikið á Miðengi."

Fyrirheit.

                  Leiðist mér og líkar ei
                  að lifa meðal varga.
                  Aftur geng ég, er ég dey,
                  og ætla að drepa marga.

                                    Andrés Björnsson.

Góð nýjung.

                þegar mér er lífið leitt,
                lifi á hæpnum vonum,
                Þá veit guð ég þrái heitt
                þjóðnýting á konum.

                                    Lúðvíg Kemp.

                                                 Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða nótt elsku Milla   Good Night 

Ásdís Sigurðardóttir, 7.4.2008 kl. 22:07

2 Smámynd: Erna

Elsku Milla mín góða nótt

Erna, 7.4.2008 kl. 22:15

3 Smámynd: M

Sæta drauma

M, 7.4.2008 kl. 22:23

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góða nótt Milla mín

Huld S. Ringsted, 7.4.2008 kl. 23:12

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Sofðu vel Milla mín

Karlanginn að vera hissa á að kerling hvesti sig

Solla Guðjóns, 8.4.2008 kl. 01:43

6 Smámynd: Tiger

  Fyrirheit eftir Andrés Björnsson er nokkuð töff sko! Myndi alveg geta hugsað mér að geta "komið aftur" ef út í það væri farið. En þá myndi ég nátturulega nota kraftana til að hlúa að mínum nánustu og svo kanski aðeins að hræða nágrannakonuna mína ... þessa elsku!.. En stórt knús á þig Milla mín og eigðu yndislega nótt og góðan dag á morgun ljúfust..

Tiger, 8.4.2008 kl. 02:38

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan og blessaðann daginn kæru vinir.Þið eruð alveg frábær,
Tiger mundi alveg vilja ganga aftur og hlú að sýnum, en aðeins að erta nágrannakonuna,
er það ekki annars hún sem bakar svo góða snúða? ég mundi þá heldur fá mér snúð hjá henni, en kannski allt í lagi að BÖA á hana í leðinni.
                              Knús kveðjur inn í yndislegan dag.
                                       Milla.
                       

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.4.2008 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband