Gaman að glugga í aldirnar okkar.

Í internetleysinu í gær settist ég við bókaskápinn
og greyp öldina okkar, og lenti á 1931 = 1950.
fletti smá, rak þá augun í grein um furðulegan fréttaflutning
í Dönsku blaði. þetta varð ég nú að lesa.

,,Ekstrabladet" flytur gróusögur um fjárhag Íslands.

16/7. Esktrabladet í kaupmannahöfn hefur að undanförnu
haldið uppi hinum fáránlegasta fréttaflutningi frá Íslandi,
sem að vonum hefur vakið hér mikla athygli og all verulega
gremju.
Fyrir nokkru skýrði það frá því  með stórum fyrirsögnum að
Íslenskt fjármála og atvinnulíf væri svo sjúkt og rotið,
að ríkið rambaði á gjaldþrotsbarmi. Væru lánveitendur þess,
einkum Englendingar, alveg að missa þolinmæðina.
Fullyrti blaðið að íslenska ríkið væri að reyna að taka
miljónalán í Danmörku og Svíþjóð, og stæði konungsheimsóknin
og  íslandsheimsókn Th. Straunings forsætisráðherra Dana í
sambandi við þetta mál.

Blað þetta sem hefur stóran lesenda hóp,
þykir heldur óvandað í fréttaflutningi, og hefur það alloft komið fyrir,
að það hafi sagt furðusögur frá Íslandi, sem lítill eða engin fótur hefur verið fyrir.

Önnur dönsk blöð, einkum ,,Berlingske Tidende",
hafi mótmælt skörulega þessum fréttaburði.
Hefur það meðal annars haft viðtal við HARALD Guðmundsson
utanríkismálaráðherra, sem segir í viðtali þessu,
að hann vænti þess, að dönsk blöð ljái sig ekki til að dreifa
ósönnum og skaðlegum fregnum um íslensk mál.

Þetta fannst mér afar skondið að lesa, því nú er árið 2008,
og enn þá eru þeir að blessaðir Danirnir.
það skyldi þó aldrei vera að þeir hefðu minnimáttar-kennd
gagnvart íslendingum, ég held það bara.
                 Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Já Milla mín er ættuð af ströndunum Bitrufirðinum nánar tiltekið:)

Brynja skordal, 11.4.2008 kl. 15:31

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Bara gaman að vita svona lagað, Langa langafi minn fæddist í Ávík í Trékyllisvík, en bjó síðan á Ísafirði. hann dó 1905.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.4.2008 kl. 15:38

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Danir hafa nú ekki hundsvit um kokkurn skapaðan hlut á Íslandi, þeir bua stundum bara til

Heirumst elsku Milla mín

Kristín Gunnarsdóttir, 11.4.2008 kl. 15:45

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vissi alveg að þú mundir kommenta á þetta sem sannur ÍSLENDINGUR.
                              Knús til þín
                               Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.4.2008 kl. 15:47

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Bara fakta, sagan endurtekur sig á einn eða annan hátt. 

Minn elskulegi verður bara að hitt þig Milla, hann elskar að fletta upp í Öldinni og Íslenskum þjóðháttum og Íslendingabók.   Ég er ekki komin svona hátt í menningarstiganum hehehhe....

Ía Jóhannsdóttir, 11.4.2008 kl. 18:57

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ía mín það kemur nú engum menningarstiga við hverju við höfum áhuga á. Ekki hef ég til dæmis lesið mjög mikið um ævina þó svo að síðustu 15 árin hafi hneigst í þá átt, síðan þegar tvíburasnúllurnar mínar voru um 8 ára voru þær farnar að lesa þjóð og draugasögur Jóns Árnasonar, gat ég nú ekki verið þekkt fyrir annað en að lesa með þeim, síðan bættist við ljóðelskan hjá þeim svo ég varð að fylgja eftir.
Í mínum uppvexti átti maður frekar að vera úti að leika sér, en að vera inni yfir einhverjum bókum, þó að ég hefði aðgang að afar stóru bókasafni sem afi átti.
gaman að segja þér frá því að í dag hafa þær bara áhuga á Japönskum manga blöðum, og öllu sem snertir menningu Japans og Kóreu t.d.. þær eru til dæmis byrjaðar að læra japönsku, og er einn kennarinn þeirra, að kanna upp á næsta vetur, hvort þær geti lært málið í fjarnámi.
Í Reykjavík er til dæmis farið að kenna menningu Japans með þessum mangablöðum. Manga þýðir teiknimynd.
Guð er ég ekki gáfuð?????
Nú er ég búin að monta mig þvílíkt af þessum gullmolum mínum,
að þú ert komin með upp í kok, en þú átt eftir að reina þetta sama.
                              Knús til ykkar beggja.
                                      Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.4.2008 kl. 19:52

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Sigga mín sjáumst á morgun .
             Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.4.2008 kl. 19:53

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ja hérna Milla, á ég þetta eftir?  Mín barnabörn eru bara eins og hálfs og sex mánaða.  Annars held ég að þetta komi til með að verða partur af þeirra uppeldi, ja alla vega hjá Elmu Lind sem er fædd hér og þarf þ.a.l. að læra þrjú tungumál eins og flest önnur börn hér þ.e. íslensku, tékknesku og ensku. 

Þórir Ingi, minn litli sólargeisli er fæddur í Englandi en er núna heima, hvað lengi veit engin.  tilveran er óútreiknanleg og við sem erum komin á ,,efri" ár, reynum eftir fremsta megni að fylgjast með eftir bestu vitund ekki satt.  Shitt hvað lífið er orðið flókið endrum og eins. 

Ía Jóhannsdóttir, 11.4.2008 kl. 20:38

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ía mín efri ár nei nei sko þú átt eftir að fylgjast með þeim vel mörg ár enn þá, og það er það skemmtilegasta, það er að fylgjast með þroska þeirra, og það er að mínu mati okkar hlutverk sem eldri eru,
það er að segja ef þau eru nálægt manni.
að leiða þau áfram í víðsýni og visku þeirri sem við höfum yfir að ráða,
því við vitum nú ýmislegt eftir öll árin sem við erum búin að lifa.
Elsti prinsinn minn hringdi í ömmu í dag, hann er 15 ára, og hafði ýmislegt að segja, en eftir langt og gott samtal var hann bara sáttur við það sem var að angra hann. Sá býr fyrir sunnan, en hefur ætíð hringt og talað við mig, og er ég svo þakklát fyrir að hann skuli ekki hætta því svona á þessum aldri.
Þú sérð Ía mín við höfum endalaust starf ef við viljum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.4.2008 kl. 21:00

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Skil þig vel Gréta mín þú mátt ekki missa af þessu þetta er líka svo gaman, að vinna með krökkunum gefur svo mikið.
Við hittumst bara seinna og ef við sjáum hvor aðra þá endilega að gera vart við okkur.
                          Góða skemmtun og góða helgi.
                            Gréta mín. Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.4.2008 kl. 21:17

11 identicon

 Svo ég monti mig líka

Þá er hér hjá ömmu og afa einn 15 ára sem ætlar að gista og er mjög duglegur að koma til okkar og talar við okkur daglega í síma ég á  allar bækurnar öldina   okkar  .

Barnabörnin

hafa bæði lesið og skoðað og bíða spennt eftir að komi út ný

ég hrindi um daginn í forlagið að spyrja um nýja bók þau vissu ekkert um það.

Vallý (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 22:21

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þeir vita nú aldrei neitt hjá forlögunum, æðislegt Vallý mín að þú skulir hafa einn sem er komin á þennan aldur, og að hann sé svona áhugasamur um annað en tölvuleiki, það er nefnilega ekki sjálfgefið.
Þú ættir að fá þér síðu Vallý, svona svo maður vissi eitthvað um þig.
                                  Kveðja MIlla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.4.2008 kl. 06:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband