Slefandi eins og óðir hundar.

Héllt kannski að þeir væru vaxnir upp úr þessu greiin,
en ekki aldeilis, enn þá eru þeir slefandi eins og óðir
hundar á eftir lóðatíkum.
Einkasamkvæmi hvað kemur það þessum ósóma við?
Styrktarkvöld! HALLÓ! Er ekki hægt að halda þau
öðruvísi en að selja mönnum áhorf á nekt kvenna.

Enn ég er ekki búin að nálgast ástæðuna fyrir því,
            Hvað fá þeir út úr þessu?


mbl.is Harðir á strippinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Nákvæmlega hvað fá þeir út úr þessu?? En ég hef nú heyrt þegar svona stripp kvöld eru fyrir konur þá eru þær eins og ég veit ekki hvað haga sér eins og örgustu ......   

Guðborg Eyjólfsdóttir, 15.4.2008 kl. 11:17

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gaman að heyra í þér Guðborg mín.
Já þær eru víst ekkert betri, en það réttlætir ekki karlanna.
                                Knús til þín
                                 Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.4.2008 kl. 11:23

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Er sammála þér Milla mín

Kristín Katla Árnadóttir, 15.4.2008 kl. 11:28

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mér finnst þeir gera lítið úr sjálfum sér blessaðir kallarnir að sitja slefandi yfir svona, eiginlega bara hryllilega hlægilegir

Huld S. Ringsted, 15.4.2008 kl. 11:46

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Huld já þeir eru bara hlægilegir, og síðan veit ég eiginlega ekki hvað þeir halda að þeir séu blessaðir.
Allavega líta þeir nú út, bara eins og við, en þeir halda ætíð að allar konur falli fyrir þeim, get nú ekki annað en hlegið er maður sér svona í td.Bíó. Love SickKveðja Milla. 





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.4.2008 kl. 11:53

6 Smámynd: M


M, 15.4.2008 kl. 12:05

7 identicon

Já þeir halda að þeir séu svo miklir töffarar

Að fara á svona kvöld

Vally (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 12:22

8 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

"HVAÐ FÁ ÞEIR ÚT ÚR ÞESSU?" spurðir þú.

Réttast væri að spyrja þær konur sem fara á stripp sýningar þar sem karlar sýna stripp dans.  Ég hef séð nokkrar stuttar kvikmyndir af slíkum sýningum.  Konurnar bókstaflega tryllast.  Flauta, æpa, orga, garga, hlæja og skemmta sér.  Það er alveg ótrúlegt hvað þær skemmta sér og sleppa sér gjörsamlega.

Og hvað er að þessu?  Guðrún Emelía, af hverju hefur þú áhyggjur af því hvað annað fólk gerir sér til skemmtunar, sem káfar alls ekkert uppá annað fólk né þig?  Hvort sem stripparinn er karl eða kona, hverju skiptir það? 

Sigurbjörn Friðriksson, 15.4.2008 kl. 12:33

9 identicon

Eina ástæðan fyrir að ykkur finnst eitthvað að þessu er sú að þið eruð öfundsjúkar af því það vill enginn karlmaður horfa á ykkur

Einar Björn (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 12:54

10 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Hvernig stendur á því að það er engin svona umfjöllun um strípi kvöld kvenna ?

Hvar er jafnréttið þegar kemur að þessari umræðu ? Meiga konur horfa á nakta karla og láta eins og villingar.. en svo þegar karlar gera það sama þá er það allt í einu 'kúgun' 'kvennfyrirlitning' eða jafnvel 'mannsal'

 Þið kvensurnar ættuð að líta ykkur nær!

Viðar Freyr Guðmundsson, 15.4.2008 kl. 15:28

11 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þetta eru bara kynvilltir menn að ég held..

Róslín A. Valdemarsdóttir, 15.4.2008 kl. 16:09

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hér er ekki verið að tala um kvenmenn, það var ekki fréttin.
það er svo efni í aðra umræðu hvernig kvenfólkið hagar sér.
Sigurbjörn hef ég ekki leyfi til að kommenta á þær fréttir sem Mogginn færir okkur, og ég ætla að láta þig vita að það káfar upp á mig,
ég er kvenmaður, og mér þykir þetta niðurlægjandi fyrir ungar stúlkur sem eru að byrja lífið.

Viðar Freyr þú skalt bara finna eitthvað svona um konur og við tökum þátt í þeirri umræðu.Þið eruð nú trúlega ekki giftir, engin kona vill taka við manninum sínum kynæstum eftir áhorf á aðrar konur, bara svo þið vitið það.

Sigurbjörn ég læt þig vita það að ég hef engar áhyggjur af hvernig fólk skemmtir sé, en ég má nú víst hafa skoðun á því.
Ef þú og Viðar ættuð dóttur með verðandi konum. 15 ára eða svo munduð þið þá vilja að þær tækju þátt í svona löguðu, held ekki.

Ég er nú bara að svara ykkur, og vona að þið takið sönsum í þessu hakki ykkar, en ef ekki þá skuluð þið ekki koma hér inn aftur
með ykkar skoðanir.
Á bloggsíðum ber að bera virðingu fyrir hvort öðru, en ekki með
dónaskap.
                              Kveðjur til ykkar beggja.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.4.2008 kl. 16:58

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir Einar, Vallý og M
              Knús til ykkar
                 Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.4.2008 kl. 17:19

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Róslín min heldur þú það, gæti verið.
                 Knús til þín
                 Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.4.2008 kl. 17:20

15 Smámynd: Erna

Ógeðslegir greddukallar 

Erna, 15.4.2008 kl. 17:21

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

þeir vilja nú meina að við séum graðari, merkilegt Erna að ef maður stingur aðeins á körlum þurfa þeir ætíð að koma með eitthvað um hvernig við erum.
komi þeir þá bara með umræðu um það við munum svara.
                          Knús til þín
                            Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.4.2008 kl. 17:25

17 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vel svarað hjá þér Milla mín.  Mér finnst svo skelfing niðurlægjandi að horfa á konur strippa, þó hef ég aldrei séð nema örstutt brot í fréttum eða slíku, ekki finnst mér skemmtilegra að sjá fréttir af kynsystrum okkar haga sér ósiðlega ef karlmenn eru strippararnir, allt finnst mér þetta sóðalegt og leiðinlegt.  Mér finnst ég hvorki fordómafull né annað þó svo ég hafi þessa skoðun.  Konur og menn eiga að bera virðingu fyrir eigin líkama.  Kær kveðja til bæjarins míns. Love Gaze

Ásdís Sigurðardóttir, 15.4.2008 kl. 17:25

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elsku vina mín bærinn þinn er yndislegur í dag.
                Kveðjur til ykkar
                  Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.4.2008 kl. 17:46

19 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gott svar hjá þér Milla

Huld S. Ringsted, 15.4.2008 kl. 19:21

20 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þú ert unaðsleg elsku Milla frænka mín, takk.

Nú á tölvan að fara í viðgerð, hvað get ég gert, farið á styrktarball? mér dettur ekkert annað í hug

Eva Benjamínsdóttir, 15.4.2008 kl. 22:02

21 Smámynd: Solla Guðjóns

jÁ ÞEIR KU FARA NOKKUÐ GEYST ÞARNA Í MOSÓ

Solla Guðjóns, 16.4.2008 kl. 01:26

22 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Solla, löngum hafa þeir verið léttir á fæti í Mosó,
ég meina sko hestarnir.

Eva mín kæra þú gætir nú gert það, kæmist þá að því hvernig þetta er.

Takk fyrir Huld og Sigga, já mig dreymdi bara mikið í nótt.

                         Knús til ykkar allra
                           Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.4.2008 kl. 06:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband