Fyrir svefninn.

             Sagt upp úr bókinni sögur og sagnir
                       úr Vestmannaeyjum

Magnús Kristjánsson mormóni átti í nokkrum brösum við
Aagaard sýslumann, vegna þess að Loftur mormónabiskup
hafði gefið þau saman, hann og Þuríði konu hans,
en sýslumanni hafði ekki þótt sú athöfnin fara fram að lögum.
Um þær mundir orti hann þessa vísu um sýslumann:

                     Yfirvaldið sjóli sendi,
                     svo að laga þrætur endi,
                     aulaprik finnst ekki slíkt,
                     stjórn hann sína ei veit að vanda,
                     vitlaus jafnt til munns og handa.
                     Fé er jafna fóstra líkt.

               Þessu svaraði Jón Magnússon Þannig:

                     Magnús Kristjáns mögur
                     margoft yrkir bögur,
                     en þó segja sögur,
                     að sumt hans vísni smíði
                     fá ei lof frá lýði,
                     en kölska her, kölska her, sem háðung ber,
                     hrósar slíkri prýði.

              Eftirfarandi vísur eru úr vorvísum eftir Jón:

                     Sumarið færir fögnuð þann,
                     foldin grær og lifnar,
                     allt hvað hræra anda kann
                     endurnærir vorsælan.

                     Skýja mekkir skjótt án bið,
                     skvetta þéttum dropum,
                     grænar brekkur brosa við,
                     blómin drekka sólskinið.

                                     Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góða nótt Milla mín

Huld S. Ringsted, 15.4.2008 kl. 22:14

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt

Róslín A. Valdemarsdóttir, 15.4.2008 kl. 22:17

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Guð gefi þér góða nótt elsku Milla mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 15.4.2008 kl. 22:33

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Sweet dreams

Eva Benjamínsdóttir, 15.4.2008 kl. 23:01

5 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa nótt Elskuleg

Brynja skordal, 15.4.2008 kl. 23:06

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég setti upp sparibrosið fyrir þig Milla mín, vonandi að þetta sé nógu góð mynd

Ég er farin að sofa líka, góða nótt aftur
Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 15.4.2008 kl. 23:21

7 Smámynd: M

Góða nótt og sofðu rótt. (líklega löngu sofnuð þegar þetta er skrifað)

M, 15.4.2008 kl. 23:35

8 Smámynd: Tiger

  Yndisleg næturfærsla eins og ætíð hjá þér Milla mín. Alltaf gott að glugga á hjá þér áður en maður hleypur í bólið. Mikið knús á þig ljúfan og eigðu yndælan dag á morgun!

Tiger, 16.4.2008 kl. 03:59

9 Smámynd: Erna

Takk fyrir kvöldsögurnar Milla mín. Býð þér góðan dag og vona að þú hafir sofið vel. Ég er nú á enn einni næturvaktini og sennilega fyrst til að bjóða þér góðan dag. Kíkkaði inná vinsæl blogg og sá þá nafnið þitt, þú ert bara alveg að verða fræg Dúllan mín.  Vona að þú eigir góðan dag í góða veðrinu.

Erna, 16.4.2008 kl. 05:04

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir innlitin kæru vinir og Róslín mín munur að sjá þessa mynd af þér snúllan mín.
Já ég var sofnuð um 10 leitið það er seint fyrir mig, en þetta er misjafnt.
Hvað segir þú Erna mín er ég að verða fræg, ég hef nú áður fengið svona upplýsingar, þá vissi ég ekkert um þennan lista, eða var ekkert að pæla í því, ég er bara að blogga fyrir mig.
Svo segi ég bara góðan daginn við ykkur öll.
                  Knús kveðjur
                   Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.4.2008 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.