Höfundur
Tenglar
mbl.is
- Myndasíða Millu
- Pullip Myndasíða Sigrúnar og Guðrúnar
- http://123.is/641 Frábær síða gerð af bónda einum í Reykjadal.
- http://vf.is/ Suðurnesjablað
- http://245.is/ Sandgerðis fréttir
vinur
Vinsælast.
16.4.2008 | 15:28
það sagði ein vinkona mín í morgun að ég væri alveg
að verða fræg, (í gríni að sjálfsögðu)
en hún var að meina að ég væri að klífa vinsældalistann,
Ég fékk líka hamingjuóskir um að ég væri á mbl.is fyrir nokkrum mánuðum.
Var nú svo græn að ég hélt að ég væri ætíð þar, en þá var ég á einhverju
sem var sett sem vinsælast og rúlluðu þá nokkur blogg aftur og aftur
fram á forsíðu mbl.is
Fór ég í framhaldi af því að athuga þennan lista, og er hann nokkuð
góður, á forsíðu getur þú farið inn á vinsælast, heitar umræður og
bloggað um fréttir, flýtir það fyrir manni til muna, leiti maður af
einhverju sérstöku.
Ég fyrir mitt leiti huga aldrei að þessum vinsældarlista.
Blogga ég eingöngu um það sem mér dettur í hug, ef svo
einhver vill lesa það og kommenta þá er það bara gaman.
Ég segi nú eins og Ásdís vina mín á Selfossi;
við erum búin hér á bloggheimilinu að eignast góða og
skemmtilega vini, eiga með þeim súrt og sætt,
og vona ég að það haldi áfram í þeim góða tón sem gæst hefur hér.
Kærleikskveðjur til ykkar allra þarna úti.
Milla.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 832540
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Hver er beinþynningar tölfræðin
- ESB, EES og fríverslunarsamningar
- Trúverðugleiki Bergþórs
- Meðvirknin nær út fyrir Miðflokkinn
- Í framhaldi af því gos-tímabili sem að nú er hafið; að þá er rétt að halda til haga nýjum gögnum um VATNSLEIÐSLUR sem að munu renna í átt að höfuðborgarsvæðinu:
- Boðsmótið hefst 27. nóv
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar valdinum mesta ? !!
- Viðreisn kyndir undir innanlandsófriði
- lygasaga í dulargerfi.
- Sólveig Anna með kjarkinn.
- Er þetta virkilega að vera fáránlega fær?
- Óeðlilegar verkfallsaðgerðir
- Að velja sér viðmið
- Bæn dagsins...
- Stríð og friður á Samstöðinni
Eldri færslur
2023
2021
2020
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Satt er það, ég kíkti af og til á vinsældarlistann, en núna hef ég engann áhuga á honum lengur, enda hætt að fá jafn marga inná hjá mér, en mér er svosem alveg sama!
Knús á þig Milla
Róslín A. Valdemarsdóttir, 16.4.2008 kl. 15:31
Iss þessi listi er ekki merkilegur, mest merkilegt hérna er þetta notalega samfélag sem maður hefur náð með ákveðnu fólki. Ég kalla þetta með sjálfri mér, kleinusamfélag. Það fylgir einhver hlýja, með nýsteiktum kleinum og straujuðum rúmfötum.
Knús Milla mín, hjá mér verðurðu alltaf eðal
Ragnheiður , 16.4.2008 kl. 15:35
Ég hef aldrei spáð í þennan vinsældarlista og mér er alveg sama um hann. Mér finnst bara gott að tala við ykkur bloggvinina.
Knús elsku Milla
Kristín Katla Árnadóttir, 16.4.2008 kl. 16:00
Róslín mín rétt hugsað einhver vinsældarlisti skiptir ekki máli, heldur það sem er sagt og ritað.
Takk fyrir að brosa til mín snúllan mín.
Þín Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.4.2008 kl. 16:27
Aldrei spáð í þennan lista, en viðurkenni alveg að ég kíki á hvað komu margir við á síðunni minni þann daginn. Í dag var Hallgerður 5000 flettarinn !!! frá því ég byrjaði og þykir mér vænt um hverja heimsókn og eins að kynnast góðu fólki hér
M, 16.4.2008 kl. 16:43
Maður getur ráðið hvort maður sést eða ekki á þessum lista.Ég kýs sjálf að hafa hann lokaðan hjá mér opna svo ef mér finnst ég þurfa að ná til fleiri en ættingja,vina og Bloggvina.
Mér brá áðan að sjá að ég var á þessum lista,hélt að ég væri með lokað og er búin að loka núna.
Solla Guðjóns, 16.4.2008 kl. 16:48
Takk Búkolla mín þú ert ekki sem verst sjálf.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.4.2008 kl. 16:58
Ragga þú ert Eðal, kleinusamfélag og ný straujað tau satt það fylgir því ylur og hlýa.
Ég man það svo vel er maður var búin að þvo, þurrka, strauja, baka,
laga til, settist maður niður og naut þess að vera með börnunum sínum og vinum, takk fyrir að minna mig á þetta.
Kærleikskveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.4.2008 kl. 17:05
Katla mín hann má alveg vera þarna, en mér datt bara í hug að rita aðeins um þetta, að gefnu tilefni.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.4.2008 kl. 17:07
Já EMM ég sé líka teljarann en pæli ekkert í því,
gaman samt að Hallgerður skildi vera no. 5000.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.4.2008 kl. 17:09
Solla mín já er hægt að loka fyrir að maður sé á þessum lista,
lokar þú til að koma í veg fyrir óæskilegt fólk?
Knús til þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.4.2008 kl. 17:11
Það er nú ekki annað hægt en að setja upp bros ef maður er beðin um það. Ljótt að neita slíkri beiðni!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 16.4.2008 kl. 17:18
Víst ertu fræg Milla mín, fræg fyrir ást og umhyggju, kærleik og vináttu, álúð og samúð, dugnað og hugrekki, vinur þeirra sem minna meiga sín. Ég er stolt af því að þekkja þessa frábæru konu og vera vinkona hennar og njóta vináttu hennar.Takk elsku Milla mín.
Erna, 16.4.2008 kl. 18:33
Sigga mín vona að þú hafir það gott.
Kærleikur til þín
Milla.
Róslín mín takk bestust.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.4.2008 kl. 19:49
Tek undir það með þér Langbrókin mín þetta er alveg sérstakt hjá okkur, erum afar líkar og sköpum bara venjulegan góðan heim.
já það er rétt stundum skiljum við ekki það sem sagt er, en það er allt í lagi. þakka þér sömuleiðis fyrir að vera það sem þú ert.
afburða í alla staði.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.4.2008 kl. 19:58
Elsku Erna mín maður fer nú bara hjá sér, það munaði ekki um það, en þú yljar mér um hjartaræturnar.
Þú þekkir mig svo vel og veist söguna mína líka svo vel,
og ég tel mig lánsama að hafa kynnst þér betur bæði persónulega og í gegnum bloggið.
Vonandi komið þið fljótlega í heimsókn.
Kærleikskveðjur þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.4.2008 kl. 20:03
Það er nú ekkert undarlegt þó þú værir að detta inná einhverja vinsældarlista stúlkuskott, enda ótrúlega ljúf og skemmtileg hérna á blogginu. Ég hef ekki fylgst með þessum listum neitt sérstaklega þó ég hafi sannarlega kíkt þangað í nokkur skipti - enda er ég ekki líklegur til að lenda inni á slíkum stöðum svona mikill byrjendanördi sem ég er sko! En ég segi eins og þú, ég blogga mest fyrir sjálfan mig og auðvitað gleður það mig ef einhver nennir að lesa mig.. en mest þykir mér gaman af því að frekjast og vera með dónalæti inni í athugasemdakerfi bloggaranna .. eða þannig náttla!
Mikið knús og klemmerí á þig ljúfa og vinsæla stúlkukind.
Tiger, 17.4.2008 kl. 01:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.