Fyrir svefninn.

          Huldufólkið í lambhúsakofanum.

Sigríður Nikulásdóttir, fyrri kona Sigurðar Breiðfjörð skálds,
eignaðist dóttur með Otta Jónssyni eftir að Sigurðu skildi
samvistir við hana. Hét hún Nikólína og andaðist hún
háöldruð nálægt aldamótunum síðustu.
Nikólína var mjög trúuð á álfa og allskonar vættarverur.
Eftirfarandi saga er eftir henni höfð.
Í jarðskjálftanum 1896 bjó Nikólína sem einsetukona
í lambhúsakofa skammt norður af Löndum.
Kvöldið sem hræringarnar byrjuðu, á fýlaferðum seint í
ágúst, var Nikólína sem unnið hafði að Fýlareyslu allan daginn,
nýlögst út af, þreytt og syfjuð,
búin að lesa bænirnar sínar og signa sig. Kom þá fyrsta hræringin,
sem eins og kunnugt er, var mikil.
Sagðist þá gamla konan hafa beðið fyrir sér, heitt og innilega,
í dauðans angist, því að hún var hrædd um að kofinn mundi hrynja
yfir sig áður en nokkur mennskur maður kæmi sér til hjálpar.
En í sömu svipan sá hún eins og opnaðist hlið í vegginn,
þó annars væri koldimmt í kofanum,
og leit hún þá gömlu huldufólkshjónin, er hún hafði oft orðið vör
við í kofanum áður og bjuggu þar í nábýli við hana.
Sátu þau við borð sátu þau við borð og var maðurinn að lesa húslestur,
því að þetta var gott huldufólk.
Tók hún þetta sem bendingu til sín um að hún gæti verið róleg,
og lagðist þegar aftur og sofnaði strax.
Hírðist hún síðan ein í kofanum, meðan jarðskjálftarnir gengu.
                     ( Skráð af Sigfúsi M. Johensen).

              Jón Magnússon steinhöggvari orti nokkuð. 
Hann var ættaður úr landeyjum og var um langt skeið vinnumaður
hjá Þorsteini Jónssyni í Nýjabæ.
Jón var í hákarlalegum á jögtum, sem Þorsteinn átti í,
og var honum í einni legunnu lagt á herðar að annast eldamennskuna.
Þá kastaði hann fram þessari vísu:

                     Núna fékk ég náðar svar,
                     nú varð mjósi glaður
                     í káetunni krýndur var
                     Kokka lista-hraður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt elsku Milla mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 16.4.2008 kl. 22:20

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góða nótt Milla mín ég hef vonandi tíma fyrir bloggið á morgun.

Huld S. Ringsted, 16.4.2008 kl. 22:29

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða nótt elsku Milla mín  knús inn í nóttina

Kristín Katla Árnadóttir, 16.4.2008 kl. 22:49

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða nótt yndið mitt 

Ásdís Sigurðardóttir, 16.4.2008 kl. 23:22

5 Smámynd: Brynja skordal

Góða nótt og sofðu rótt milla mín

Brynja skordal, 16.4.2008 kl. 23:35

6 Smámynd: Tiger

  Úff.. maður skildi nú ekki vanmeta móður jörð né ábúendur sem búa þar sem maður ekki nær að sjá.. Alltaf gaman af sögum um álfa og huldufólk sem og allt sem telst til yfirnátturlegra málefna. Knús í nóttina þína Milla mín og eigðu góðan dag á morgun.

Tiger, 17.4.2008 kl. 01:45

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

              Álfar svífa hér um gólf
              Ásjóna þeirra, mér ylja,
              eiga hér sitt ábúa hólf
              kannski á milli þylja.

Góðan daginn, kæru vinir hreint ætla ég að vona að þið njótið dagsins því hann er yndislegur, engillinn er að fara á gönguskíði,
en ég verð hér á meðan, minn tími í skíðamenskunni er búin
verð bara að sætta mig við það.
                     Ykkar Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.4.2008 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.