það er svo skondið að lesa um þetta.

              Hafin sala á sterkum vínum.

                       Fangahúsið reyndist of lítið.

2/2 1936 samkvæmt hinni nýju áfengislöggjöf, sem
samþykkt var á síðasta alþingi, hefur Áfengisverslun  
ríkisins hafið sölu á sterkum vínum.
Fyrsti söludagur þeirra var í gær. Ös var mikil í
útsölu áfengisverslunarinnar allan daginn, mjög þröngt
var inni og þyrping fyrir dyrum úti.
Keypt var langmest af brennivíni, en auk þess töluvert
af öðrum sterkum drykkjum. Drykkjuskapur var mikill í bænum
í gærkveldi og slagsmál nokkur. handtók lögreglan þá, er óróa ollu,
en þegar leið á kvöldið kvað fangavörður ekki rúm fyrir fleiri ,,Efra".
Varð lögreglan þá að hætta handtökum ölóðra manna,
og þóttist hún þó hafa ástæðu til að taka fleiri. 

Að sjálfsögðu drukku menn sterk vín áður en leifi fékkst til að kaupa þau
þeir brugguðu bara.

Merkilegt finnst mér að um leið og leyfi fékkst þá var haldið upp á það með
ofdrykkju og skrílslátum.

Boð og bönn hafa aldrei verið til bóta í hvorki einu eða neinu.

Og enn þá eru fangelsin of lítil er verst lætur, MERKILEGT!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe þetta er skemmtileg upprifjun hahaha

Ragnheiður , 17.4.2008 kl. 11:11

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gaman að þessu! er þetta úr öldinni? Ég elskaði þær bækur þegar ég var yngri og sé alltaf eftir því að hafa ekki valið þær úr bókasafni pabba áður en hann gaf það

Huld S. Ringsted, 17.4.2008 kl. 11:25

3 identicon

Góðan daginn.

Já  það er alltaf gaman að lesa öldina

Kærleikskveðja.Vally í logninu á Suðurnesjunum

Vallý (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 11:43

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú veist svo mikið Milla mín og mjög góð grein hjá þér. En ég er sammála að boð og bönn gera ekki neitt gagn. Knús á þig Milla mín

Kristín Katla Árnadóttir, 17.4.2008 kl. 11:46

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stelpur allar kærar eruð þið, Búkolla þetta er Ísland í dag

Já Ragga finnst þér það ekki, skondið?.

Huld Öldina færðu fyror lítin pen. á fornbókasölum.

Hvað segir þú Vallý er logn á suðurnesjum, getur ekki verið.

Sömuleiðis katla mín.                        
                                                      Lefse
Stelpur er ég byrjaði að búa fyrir x mörgum árum síðan, var það til siðs og skyldu að baka á fimmtudögum, svo drífa sig, og gleymið ekki súklaðitertunni sem á að vera með kaffinu á sunnudaginn. 





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.4.2008 kl. 12:35

6 Smámynd: Brynja skordal

Mikið var gaman að lesa þetta já sammála boð og bönn hafa aldrei verið til góða en já kannski maður fari að baka eða ekki

Brynja skordal, 17.4.2008 kl. 13:22

7 identicon

Haha fékk símtal og skammir með   veðrinu það væri

EKKI LOGN HÉR   svo ég breytti því  ég er alltaf svo still og góð

Stúlka

Vally (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 14:08

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

þetta er nú bara eins og pistill úr síðustu viku, vantar bara hann "eril" sem er svo oft hjá löggunni nú til dags.  Kveðja á þig elskuleg  Kisses 

Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2008 kl. 14:52

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

þess vegna fannst mér þetta svo skondið að því að það gat verið upp úr mogganum, nema orðalag er svolítið gamaldags.
mundi ekki vera ritað svona í dag.

Uss Vallý ég vissi það að það væri ekki logn, bjó þarna í 27 ár það var helst eldsnemma á morgnanna eða afar seinnt á kvöldin sem að logn var, en bara gott að búa þarna samt.

Stelpur það mynnist engin af ykkur á að þið séuð að baka,
sko ég meina það.

Þakka þér sömuleiðis Helga ég hélt að þú værir hætt fyrir fullt og allt þar sem þetta er annað skiptið sem þú lokar.
       Kveðjur til ykkar allra
          Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.4.2008 kl. 15:19

10 Smámynd: Brynja skordal

Heyrðu milla mín jú talaði um bakstur en spurning hvað ég geri sko í dag

Brynja skordal, 17.4.2008 kl. 16:01

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Brynja mín ég sá það ekki , enda var ég nú bara að tala um, það sem einu sinni var, þú mannst þennan tíma sem maður var nú ekki gjaldgengur nema að baka  fyrir helgar.
                                   Knús milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.4.2008 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.