Fyrir svefninn.

                         KREDDUR.

Vestmannaeyingar höfðu margt, er þeir réðu af
ókomna atburði. Einkum var þó ýmislegt, sem dregið var af,
hverju fram mundi vinda um veðráttufar.--
Sérstaklega var miðað við margt í framferði fugls og fisks.
Þannig sagði Hannes Jónsson Hafsögumaður, sem fæddur
var um miðja 19. öld, að það hafi þótt vita á ofsaveður,
ef grásleppa sást vaða í vatnsborðinu eða hnísa stökkva
upp úr sjó, eins og léttir.
Það var talið vita á veðrabrigði, ef fíllinn og máfurinn flugu lágt.
Það þótti vita á vætutíð, ef lundinn söng mikið,
er hann sat á nefjum á kvöldum.
Í logni var talið óbrigðult ráð til þess að fá byr,
að leita sér lúsa og kasta veiðinni aftur með skipinu.
Einhverju sinni var hákarlajagt á leið til Eyja.
Í Eyjarbakkabugtinni fékk hún logn mikið.
Þegar skipverjum tók að leiðast legan, fóru þeir upp í
skipsbátinn, sem lá yfir skutinn, og leituðu sér lúsa
og fleygðu fengnum aftur fyrir skipið.
Brá þegar svo við eftir athöfn þessa, að á rann beggja skauta byr,
sem hélst alla leið til Eyja.
Í stórsævi tíðkuðu margir formenn það að hasta á bylgjurnar,
er þær risu í kringum skipið og gerðust nærgöngular.
Þótti það gott ráð við því, að þær yrðu bát og bátverjum að grandi.
Þóttust menn hafa langa reynslu fyrir því.
Áður fyrr var hámeraskrápur mikið notaður í skó í Vestmannaeyjum.
Var það trú manna, að botninn mundi detta úr þeim,
ef að farið væri í þeim til kirkju milli pislils og guðspjalls.

Fr.h. á vísum eftir Jón Magnússon.
Jón var grannur maður vexti og kallaði sig því mjósa,
þessi vísa er einnig eftir hann:

                       Að ríða þýðum hófa hund
                       höndla blíða seima hrund,
                       sigla um víða sjávar grund
                       segja lýðir yndis stund.

Með þessum vísum endaði Jón bréf til Ólafar,
móður Unu dóttur hans.

                       Ætíð mun ég þenkja um þig,
                       þó að strjálni fundir.
                       Guð einn veit hvað mæðir mig
                       margoft nú um stundir.

                       Fáðu gæði farsældar
                       frí við mæðu nauða,
                       lifðu í næði lukkunnar
                       í lífi bæði og dauða.
                                                         Góða nóttSleeping

                        

                      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna

Góða nótt elsku Milla

Erna, 17.4.2008 kl. 22:24

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða nótt elsku Milla mín

Kristín Katla Árnadóttir, 17.4.2008 kl. 22:34

3 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfan svefn mín kæra milla

Brynja skordal, 18.4.2008 kl. 00:42

4 Smámynd: Tiger

  Æi hvað það væri nú mikil hamingja því fylgjandi ef maður gæti bara "hastað á öldurnar" til að minnka skipaskaða á sjó... Knús á þig Milla mín og takk fyrir góðan skammt eins og venjulega!

Tiger, 18.4.2008 kl. 16:36

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

þetta var gömul og góð trú sjómanna hér áður og fyrr,
                          Knús knús til ykkar allra Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.4.2008 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.