Samskipta-vankunnátta manna, eða ókurteisi.
18.4.2008 | 06:26
Sumir menn eru það sem kallað er ,,frussarar"
þegar þeir tala. Einn kunningi hafði fyrir vana í boðum,
að einangra einhverja stúlkuna úti í horni--helst þá laglegustu
auðvitað. Hann stillti henni upp að þilinu, studdi hægri hendinni
vinstra megin við hana og þeirri vinstri hinum megin, þangað
til hún var eins og í búri og gat sig ekki hreyft,
en svo lét hann dæluna ganga og munnvatnið frussaðist yfir
aumingja stúlkuna, þar til hún vissi ekki sitt rjúkandi ráð
yfir þessum ósköpum, og helst langaði hana til að kalla á hjálp.
Það þarf varla að taka það fram, að flestar stúlkur voru varar
um sig, þegar þessi náungi var á næstu grösum.
Annars veit ég ágætt ráð við áleitnum karlmönnum---
og hefur reynst vel. Þú situr kannski í sófa með manni,
sem kominn er til ára sinna, en---skulum við segja---hefur
,, ungar tilhneigingar".
Hann fálmar utan í þig---Já, hefur afleitan handavanda.
Þú tekur þessu með þolinmæði um stund og svo. . . nei þú
stingur ekki títuprjóni á kaf í kauða---þetta er eiginlega
almennilegasti náungi að mörgu leiti og þú kærir þig ekkert
um að ,,særa" hann---þú bara hvíslar í eyra hans:
,,Ég þori ekki að sitja hér lengur. . .þú ert of hættulegur".
Svo stendur þú upp og hagræðir þér annars staðar,
en karlinn situr einn eftir og veit varla, hvort hann á að
styggjast eða vera upp með sér yfir að vera svona hættulegur".
Eigið góðan dag.
Athugasemdir
Heheheh þetta ætla ég að muna. Bjargaðir deginum Milla mín vona að hann verði góður fyrir þig og þína.
Ía Jóhannsdóttir, 18.4.2008 kl. 06:56
haha gott ráð - verð að muna þetta
Dísa Dóra, 18.4.2008 kl. 09:07
Góðan daginn Milla mín, Þú ert með ráð undir rifi hverju og miðlar því til okkar. Við eigum þér mikið að þakka Milla mín, hvað værum við án þín dúllan mín. Njóttu dagsins í góða veðrinu.
Erna, 18.4.2008 kl. 09:21
Svo sannarlega ætla ég að gera það.
Knús til ykkar
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.4.2008 kl. 09:33
Einhvernveginn verður að stoppa þetta,
þeir halda svo margir að þeir komist upp með allt.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.4.2008 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.