Fyrir svefninn.

                          Úr Öldinni okkar 1931.

þrettán Norðmenn ætluðu í víkingaferð til Íslands á 
vopnuðu skipi.


10/2. Í norskum blöðum er birt sú furðulega og fáránlega saga,
að nokkrir ungir menn hafi ætlað að gera út leiðangur til Íslands
á vopnuðu skipi að sið fornra víkinga og fara ránshendi um héruð.
Foringinn kvað vera 28 ára og á heima í Osló. Sagt er, að hann
hafi keypt gamla skútu og ráðið til sín 12. menn á skipið,
er allir voru karlmenn að burðum.
Skýrði fyrirliðinn skipsáhöfninni frá þeirri fyrirætlun sinni, að sigla
skútugarminum út í mynni Oslóarfjarðar, ,, Hertaka" þar vel búið
fiskiskip og halda því í víkingaför til Íslands.

En áður en þeir félagar lögðu af stað frá Osló, skipaði ,,foringinn"
þeim að sækja kassa einn, þungan og fyrirferðarmikinn, er
nýkominn var frá Þýskalandi og var úti í skipi þar í höfninni.
En er hinir herskáu norðmenn voru að bisa við að ná í kassa
þennan, þótti atferli þeirra eitthvað grunsamlegt.
Kom þá upp úr kafinu að í kassanum voru byssur og skotfæri.
rannsókn þessa furðulega máls er hafin.
Foringinn hvað hafa horfið, án þess að lögreglan næði til hans,
en hún muni vera á hnotskóg á eftir honum.

Ja hérna flest dettur mönnum í hug að framkvæma, þeir hafa
eflaust haldið að Íslendingar mundu ekki ráða við 13. menn.

Úr Íslenskri fyndni. XXIV. Árgangur.

Björn Líndal málflutningsmaður varð fyrir því að fótbrotna.
Þá kvað Konráð Erlendsson á Hafralæk:

                            Ræningjanna brutu bein
                            byrstir stríðsmenn forðum.
                            Líndal steytti legg við stein:
                            lögmál standa í skorðum.

Björn svaraði:

                            Þér er vorkunn aðeins ein,
                            er það gömul saga:
                            Grimmir hundar brotin bein
                            bryðja, tyggja og naga.

                                                Góða nóttSleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt kæra Milla

Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.4.2008 kl. 20:56

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Alltaf gott sem þú segir fyrir svefninn. Elsku Milla mín

Góða nótt

Kristín Katla Árnadóttir, 22.4.2008 kl. 21:18

3 Smámynd: Tiger

  Já, hvað halda eiginlega Nozzarar að við séum, fámennur sveitalýður sem býr í snjóhúsum? Jamm, auðvitað gæti verið að þeir hafi haldið það þarna í den ... en við hefðum sko tekið á í karphúsið ef þeir hefðu reynt eitthvað misjaft á klakanum. Flottar vísur þarna Milla mín og takk fyrir ljúfmeti fyrir svefninn eins og ætíð! Eigðu yndislega nótt og góðan dag á morgun!

Tiger, 22.4.2008 kl. 21:33

4 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa nótt milla mín

Brynja skordal, 22.4.2008 kl. 23:00

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Góða nótt og takk fyrir mig

Heiða Þórðar, 22.4.2008 kl. 23:20

6 identicon

Góða nótt yndislega Milla mín

Ásdís Ólafs (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 00:01

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn flottu bloggvinir, er hann ekki annars góður?,
jú, yndislegt veður allir að fara í vinnu eða eitthvað.
Allavega er ég að fara í þjálfun.
                            Knús til ykkar.
                              Milla. Love You A TonNú fer hvalaskoðunin að byrja
                                                              svo þið fáið ástarkveðju frá
                                                              Þeim. þeir  eru sko flottir.





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.4.2008 kl. 06:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband