Orðin of umsvifamikil, hún Soffía.

þegar hefur verið mynduð nýr meirihluti bæjarstórnar
Bolungarvíkur, eftir meirihlutaslit Önnu Guðrúnar við
K. listann. Nú eru það l. listi og sjálfstæðið sem ráða ríkjum.

það skiptir ekki að mínu mati, hverjir eru við stjórn, ef að
um gott og heiðarlegt fólk er að ræða, sem ég taldi vera.

það sem mér finnst nú vera hastarlegast í þessu máli, er,
að ástæðan fyrir slitunum segir Anna Guðrún vera þá að
Soffía sómakona, Vagnsdóttir fráfarandi formaður
bæjarráðs og oddviti K.listans sé orðin of umsvifamikil
í atvinnustarfsemi bæjarins og að það geti leitt til
hagsmunaárekstrar.
Það geti leitt til, Hægan, mátti  þá ekki láta reyna á það.?

þetta þykja mér vera slæm rök, og að mínu mati lykta af
máltækinu: ,,Konur eru konum verstar."

Þarna er ekki verið að hugsa um hag og sparnað fyrir bæjarbúa
heldur um eigin hag, eins og svo oft vill verða er fólk kemst til valda.

Grímur Atlason býst ekki við að vera inn í þessari nýu mynd.
Þó nú ekki væri Grímur.
                                             Góðar stundir.


mbl.is Nýr meirihluti í Bolungarvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

komin reykjavikur lykt í bolvíska bæjarpólitík..

Sammála þér með Soffiu, ekki séns að hún sé of umfangsmikil :) 

Óskar Þorkelsson, 23.4.2008 kl. 09:28

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er rosalega slegin yfir þessum fréttum.  Grímur var dugandi og kraftmikill maður, og svo fá Bolvíkingar þetta yfir sig aftur.  Fór þessi maður ekki með Súshiverksmiðjuna á hausinn ? En þegar fólk talar um að Soffía hafi verið of umsvifamikill í Bolungarvík er brandari, hefur ekki Einars ættinn átt Bolungarvík með húð og hári í yfir 60 ár ? Maður spyr bara. 

Þetta fólk er ekki að hugsa um hag heildarinnar, heldur einungis rassinn á sjálfu sér.  Því miður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2008 kl. 09:37

3 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfan dag Milla mín

Brynja skordal, 23.4.2008 kl. 09:52

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Óskar og Ásthildur, ég veit alveg hvað er að gerast þarna,
það er bara eiginhagsmuna hagur og ekkert annað.
hélt það væri mest um vert að vinna að hag bæjarbúa og láta bæinn blómstra, því það er svo vel hægt.

Sömuleiðis Brynja mín.
                                     Kveðjur til ykkar
                                        Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.4.2008 kl. 10:11

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Langaði bara til að segja góðan dag Milla mín það hrjáir mig algjört tímaleysi þessa dagana.

Huld S. Ringsted, 23.4.2008 kl. 11:09

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Get tekið undir með ykkur, mér finnst þetta mjög hallærislegt og ótrúlegt hvaða skýringar fólk getur falið sig á bak við.  Óheiðarleiki er að verða aðalsmerki stjórnmálamanna og eins og Sigga segir, aldrei má neinum ganga vel þá þarf að níða hann niður.  Kveðja norður Kisses

Ásdís Sigurðardóttir, 23.4.2008 kl. 11:20

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flott hjá þér Sigga mín og gott að þú sért á uppleið

Stundum er maður bara tímalaus Huld mín
og það er bara allt í lagi.

Rétt hjá þér Ásdís mín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.4.2008 kl. 14:29

8 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Mikið rosalega líst mér vel á Grím Atlason...hann á eftir að gera góða hluti ekki spurning. Hef lítið fylgst með þessu máli annars en finn samt skítalygt af kvennabaráttunni, leiðinlegt ha, púúú bara.

Eva Benjamínsdóttir, 23.4.2008 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband