Fyrir svefninn.

Eitt af því sem er mér afar minnisstætt frá barnsæsku,
er þegar flugvélin Geysir týndist með sex manna áhöfn.
vélin var með frakt frá Lúxemborg til Bandaríkjanna.
Einnig voru í vélinni 18. hundar.
leit stendur yfir úr lofti og af sjó.
Sagan er nefnilega sú að ég fæddist í sama húsi og
Dagfinnur Stefánsson átti heim í, en er þetta gerðist voru
foreldrar mínir búin að byggja og flutt í Laugarneshverfið.
mér þótti undurvænt um það fólk sem ég byrjaði mína ævi með
og þessar fréttir voru hræðilegar, beðið var í fimm sólahringa þar til að
19/9 barst sú gleðifregn að flugvélin væri fundin, en þá hafði heyrst
veikt neyðarkall að varðskipinu Ægi, vestfirðingur fann vélina, var
hún á jöklinum þar sem Bárðarbunga heitir, og er þeir sveimuðu yfir
sáu þeir alla áhöfnina á ferli við flakið.
mikill fögnuður um allt land, hjálparleiðangur leggur af stað,
nú allir þekkja þessa sögu, svo oft er búið að tala um hana.

þegar þetta gerist var ég 8 ára, en þegar ég var 10-11 ára fékk ég lítinn hvolp
Schaefer, yndislegan, og pabbi sagði mér að hann væri undan
Vatnajökulshundinum sem bjargaðist úr Geysislysinu,
hvort sem það var nú satt eða ekki þá var þetta besti hundur sem ég hef eignast.
Takk öll sem gáfu mér góðar minningar í veganesti úr barnæsku.
                                     Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

  Góðar minningar úr æsku lifa alltaf með okkur. Það er svo ljúft að muna sumt - og sumt ætti maður hreinlega að skrifa niður til að leyfa komandi kynslóðum að lesa seinna. Ég hef skrifað heilmikið niður sem ég hef þegar komið yfir á kynslóðina sem er að koma á eftir mér - og sá sem þar tók við mun gera það sama og koma sínum sögum áfram með mínum sögum - og árið 3000 munu afkomendur mínir eiga mikið af fjörsögum frá því í fornöld... *bros*.

Ég óska þér Milla mín gleðilegs sumars og þakka bloggveturinn. Takk líka fyrir heilmikið af fallegum orðum og æðislegum pislum og sögum. Knús á þig ljúfust og hafðu yndislega nótt framundan.

Tiger, 23.4.2008 kl. 22:19

2 Smámynd: Erna

Góða nótt elsku Milla mín og takk fyrir veturinn frábæri bloggarinn minn.

Erna, 23.4.2008 kl. 22:27

3 Smámynd: Sturla Snorrason

Sturla Snorrason, 23.4.2008 kl. 23:03

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Skrítið að hún fannst á jökli..
Svo hef ég aldrei heyrt þetta áður svo mig minnir, takk fyrir þennan fróðleik Milla mín!
Góða nótt og knús á þig

Róslín A. Valdemarsdóttir, 23.4.2008 kl. 23:57

5 Smámynd: Anna Guðný

Gleðilegt sumar Milla og sjáumst fljótlega, annað hvor tég í kaffi á Húsavík eða hér í bloggkaffi.

Anna Guðný , 24.4.2008 kl. 00:20

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Gleðilegt sumar Milla mín og takk fyrir góð kynni

Solla Guðjóns, 24.4.2008 kl. 01:05

7 Smámynd: M

Gleðilegt sumar og takk fyrir stutt en góð kynni

M, 24.4.2008 kl. 01:13

8 Smámynd: Brynja skordal

Gleðilegt sumar Milla mín og takk fyrir bloggveturinn og öll fallegu kommentin til mín hafðu ljúfa sumarnótt

Brynja skordal, 24.4.2008 kl. 02:21

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tiger míó það er rétt hjá þér minningar eru ætið af hinu góða,
þær góðu ylja manni alla tíð, þær vondu þroska mann.

Auðvitað á maður að skrifa sumt niður og fræða afkomendur um það sem maður hefur upplifað.

Tiger þakka þér fyrir sömuleiðis, það eru forréttindi að fá að vera bloggvinur þinn, þú ert allt í senn, með gullhjarta. húmorinn í lagi
kemur manni ætíð í gott skap og frábær penni,
demitt er ég nú orðin væmin, nei, nei, það finnst þetta öllum.
                        Kærleikskveðjur til þín og þinna
                        það er ætíð heitt á könnunni á
                        Húsavík. Milla.                                                                        Kisses





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.4.2008 kl. 07:25

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Erna mín sömuleiðis, en þú mátt alveg blogga meira, það er gott fyrir alla að segja sína skoðun á málum málanna.
Já ég segi bara góðan daginn allir vinir og gleðilegt sumar og takk hjartanlega fyrir góð kynni.

Róslín þú getur lesið um GEYSIS slysið í Öldinni okkar 1931 = 1950.
þetta er heilmikil frásögn sem von er og þetta var að sjálfsögðu kraftaverk, þessi björgun.

Anna Guðný það er alltaf heitt á könnunni, ekki langt fyrir þig að fara,
og börnum er ekki meinaður aðgangur
Ég ætla að leifa mér svona á sumardaginn fyrsta að vera svolítið væmin, þið hafið gefið mér mikla gleði, og að ég skyldi uppgötva þennan heim er bara kærleikur fyrir mig.
            Flowers And Hearts                    Ykkar Milla. I Love You Kiss Heart Beat I Love You Wink Heart Beat             Flowers And Hearts 





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.4.2008 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband