Fyrir svefninn.
25.4.2008 | 19:47
Kæru bloggvinir. Annríki mikið hefur háð mér í dag,
þið vitið kannski hvernig það er suma daga, engin leikskóli
var í dag, svo litla ljósið var hjá okkur,
fórum síðan um hádegisbilið að versla og kom Íris mín með okkur,
vorum komnar heim um tvö, þá fór Gísli að sækja snúllurnar okkar fram í Lauga,
á meðan fengum við okkur snarl. Nú ljósið fór ekki heim fyrr en kl. 18.00
þá borðuðum við.
Núna erum við að fara í afmæli til tengdasonar míns.
Svo þið fáið bara smá vísur í kvöld.
lít yfir til ykkar í fyrramálið.
Mánudagsmorgun á Laugavatni.
Byrjar viku slapp og starf,
stirðleg gerist lundin mín.
Í minn kropp ég eflaust þarf
alkóhól og nikótín.
Jónas á Völlum kom fullur inn á Bauk á Akureyri.
Þar var fyrir ungur maður, sem var að gera ráð fyrir
að bæta ráð sitt og hætta að drekka.
Þá kvað Jónas:
Treystu djarft á drottin þinn,
drjúg er náðar-ausan.
Sittu og drekktu drengur minn,
djöfulinn ráðalausan.
Góða nótt.
Athugasemdir
Það hafa semsagt víða verið Baukar??? Eigðu ljúfa helgi Milla mín og góða nótt.
Ásdís Sigurðardóttir, 25.4.2008 kl. 20:04
Góða nótt og góða helgi Milla mín.
Erna, 25.4.2008 kl. 20:11
Já og líka .
Og eins og sagt er á Húsavík
Kók í Bauk
Kærleikskveðja.
Vallý (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 22:13
Góða nótt
Róslín A. Valdemarsdóttir, 25.4.2008 kl. 22:18
Góðan daginn snúllur mínar, já víða hefur verið Baukur, og eru þeir afar gamlir bæði á Húsavík og á Akureyri.
takk fyrir rósirnar Vallý mín.
Knús í daginn
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.4.2008 kl. 08:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.