Einn sjóðurinn til viðbótar.

Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
taka vel í hugmyndir Björgólfs Guðmundssonar, um að það
verði settur á stofn svokallaður Þjóðarsjóður.
Trúi því bara vel að þau taki vel í enn einn sjóðinn sem
kannski væri hægt að fá fé úr, í þau mál sem þau teldu
brýnust hverju sinni.
Eins og Ingibjörg segir: ,, Gæti skipt sköpum í áföllum í
efnahagsmálum.

Um að gera að mjólka fólk og fyrirtæki meira en gert er,
eins og það sé ekki nóg komið.

Geir taldi hugmyndina vel til þess fallna að huga að henni,
en þurfti aðeins að koma með skot í þá veru að það
bankarnir ættu að huga að því að stofna varasjóð til að
tryggja sig og sína.
Einnig sagði hann að lífeyrissjóðirnir gegndu að mörgu leiti
sama hlutverki og norski olíusjóðurinn.

Ég hélt að fólkið ætti lífeyrissjóðina,
en það hlýtur að vera misskilningur í mér, því er maður heyrir 
að það hafi verið neikvæð eða jákvæð fjárfesting hjá þeim,
Hvað þýðir það? eru þeir þá bara að valsa með okkar peninga?
                      Já ég er öskureið.


mbl.is Vilja skoða hugmynd um þjóðarsjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Ég er nefnilega svo vantrúa á alla þessa sjóði. Legg ekki í neinn varalífeyrissjóð Eins og góður maður sagði við mig " njóttu þess að lifa núna "

M, 25.4.2008 kl. 11:33

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Já alveg rétt, njóta lífsins, maður veit aldrey hvað morgundagurinn ber í skauti sér.

Eigððu góðan dag elsku Milla

Kristín Gunnarsdóttir, 25.4.2008 kl. 15:36

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er búin að ákveða að njóta hvers dags í botn og vera góð og skemmtileg manneskja, það er eitt af því fáa sem ég get ákveðið án þess að ríkið þurfi að aðstoða eða skipta sér af.  Kær kveðja norðurGardening

Ásdís Sigurðardóttir, 25.4.2008 kl. 17:16

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hvað er ekki að gerast á Íslandi í dag?
Knús á þig elsku Milla

Róslín A. Valdemarsdóttir, 25.4.2008 kl. 17:22

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Róslín mín það er ekki von að þú skiljir það, að sinni.
Ertu búin að lesa Öldina?
                     Knús til þín ljúflíngurinn minn.
                      Þín Milla.

Ásdís mín auðvitað eigum við að njóta lífsins, vera skemmtilegur
og strá kærleikanum um allt, engin getur tekið frá okkur gleðina.
                      Knús kveðjur til ykkar á Selfossi.
                            Milla.

Það er rétt maður veit aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti
sér Stína mín.
                            Knús til þín Stína mín.
                              Milla.

Rétt hjá þér M ef ég væri á vinnumarkaðnum mundi ég ekki borga í séreignalífeyrissjóð, þetta eru glæpastofnanir að mínu mati.
                                 Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.4.2008 kl. 19:28

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég gæti nú tekið við og haldið upptalningunni áfram, en ætla að leiðrétta eitt hjá þér Sigga mín, það er löngu búið að afnema tvísköttun við borgum bara skatt er við fáum hann útborgaðan.
                      Knús til þín
                        Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.4.2008 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband