Hann berst fyrir okkur.

Það er svo einkennilegt að fólk sem er búið að lepja
dauðan úr skel í áraraðir, sem lætur bjóða sér hvað sem er,
og þakkar bara fyrir sig, síðan er það alveg hissa á því að
það ná ekki endar saman er upp er staðið.
Af hverju er það?, jú að því að það sagði já takk, en ekki nei takk.

Í dag hefðu allir átt að fylkjast um Sturla, og ganga með honum
til að mótmæla öllum þeim mannréttindabrotum,
sem menn á hinu háa Alþingi Íslendinga hafa framið gagnvart
þegnum landsins, því brotin eru mörg og ólýðandi.

kannski var ekki nægilegur tími til að ná fólki saman,
en 1949 tók það bara 3 tíma að boða til fundar, með fregnmiðum,
sem þá voru notaðir til margskonar boða.

Mundi ég svo gjarnan vilja að fólk tæki sig saman og léti í ljós óánægju
sína á ástandi þjóðarinnar.
                                              Góðar stundir.
mbl.is Sturla: Ég berst fyrir ykkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Sturla ber nafn með rentu! Er það ekki annars?

Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.4.2008 kl. 18:55

2 identicon

" kannski var ekki nægilegur tími til að ná fólki saman,
en 1949 tók það bara 3 tíma að boða til fundar, með fregnmiðum,
sem þá voru notaðir til margskonar boða."

Munurinn er sá að þar var um skýran málstað að ræða og stór hluti þjóðarinnar fylkti sér á bak við öfluga leiðtoga sem settu mál sitt fram með þeim hætti að allir skyldu. 

Hér er um að ræða hagsmunabaráttu manna í atvinnurekstri sem eru að sligast vegna þess að þeir sjálfir spenntu bogan of hátt í lántöku fyrir sinn eigin rekstur. Og vilja að ég og þú borgum fyrir slitið sem þeir valda á þjóðvegunum okkar í stað þess að þeir geri það með olíugjaldinu svo að þeir geti sparað í þeim hluta rekstrar síns í staðinn. 

Fleki (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 19:17

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hann ber nafn með rentu Rósin mín

Einar takk fyrir gott innlegg, þú tekur málið vítt og það þarf að gera það.
                           Knús á ykkur
                              Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.4.2008 kl. 19:46

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Fleki þessi skýri málstaður sem þú talar um hafði margþætt áhrif inn í okkar samfélag.

Hver hvetur trukkarana til að aka vegina?. það eru auðvitað stjórnvöld, er þeir lögðu niður siglingar í kringum landið þurfti fleiri trukkara til að flytja vörurnar út um allt land.

Olíugjaldið; ég tel að ef það hefði verið notað til að gera vegina okkar
ökusæmandi þá væru þeir orðnir þannig, en allar götur hefur verið unnið fyrir aftan afturendann á sjálfum sér, og ætla ég ekki að segja meir um það mál, ég hreinlega nenni því ekki.

Veist þú um eitthvert fyrirtæki  sem er skuldlaust í dag.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.4.2008 kl. 19:59

5 identicon

Þú veist það að svona trukkur slítur vegi 100x meira en fólksbíll.. Heldurðu að það séu bara nokkrir þúsundkallar að halda vegum landsins við ?

Mér finnst þessi þungaskattur og álagningin á bensíni eiga fullan rétt á sér. Þeir sem slíta vegunum mest borga mest í viðhald. 

stebbi (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 20:50

6 identicon

"Fleki þessi skýri málstaður sem þú talar um hafði margþætt áhrif inn í okkar samfélag."

Nákvæmlega, miklu meiri heldur en það sem Sturla og félagar eru að tala um í dag. Og hann var miklu skýrar og betur settur fram, málstaðurinn sem barist var um þá. Fólk vissi hvaða kröfur voru settar fram og hvað var á bakvið þær. Akkúrat ekki það sem um ræðir í dag.

 "Hver hvetur trukkarana til að aka vegina?. það eru auðvitað stjórnvöld, er þeir lögðu niður siglingar í kringum landið þurfti fleiri trukkara til að flytja vörurnar út um allt land."

Trukkararnir sjálfir voru ef ég man rétt ekkert óánægðir með þessa þróun. Þetta ásamt þennslunni almennt þýddi að það var nóg að gera fyrir þá. Og þess vegna fóru einyrkjarnir, mennirnir sem eru að mótæla í dag, fram úr sjálfum sér í fjárfestingum á atvinnutækjum. Borganirnar á þeim eru að sliga þá í dag. Og þeir vilja að ríkið lækki þá bara annan kostnað þeirra á móti.

"Olíugjaldið; ég tel að ef það hefði verið notað til að gera vegina okkar
ökusæmandi þá væru þeir orðnir þannig, en allar götur hefur verið unnið fyrir aftan afturendann á sjálfum sér, og ætla ég ekki að segja meir um það mál, ég hreinlega nenni því ekki."

Í hvað hefur gjaldið þá farið? Og ef að ástandið á vegunum er svona slæmt (sem það er vissulega, og að stórum hluta einmitt útaf trukkunum, einn trukkur slítur vegum þúsundfalt á við fólksbíl, svo ekki sé talað um undirstöður vegana sem fólksbílaumferðin hefur hverfandi áhrif á en þungaumferðin þeim mun meiri) er þá ráðlegt að minnka þann pening sem fer frá þeim sem í rauninni keyra vegina, en auka það á hina sem ekki nota þá? Sem er nákvæmlega það sem menn eru að leggja til með því að vilja lækka eða leggja niður eldsneytisgjöldin, að viðhaldið verði borgað af ríkissjóði í stað þess að notendurnir borgi það allavega að einhverjum hluta.

"Veist þú um eitthvert fyrirtæki  sem er skuldlaust í dag." 

Þau eru alveg til, veit svosem ekki hversu mörg þau eru. En á ríkið að hlaupa til og hjálpa öllum fyrirtækjum sem skulda? Er sanngjarnt að ríkið hjálpi einyrkjunum á trukkunum en ekki öðrum í atvinnurekstri sem eiga í einhverjum erfiðleikum núna?

En það sem ég er að benda á er það að sama hvað þessir menn segja þá eru þeir ekki að berjast fyrir almenning. Þetta eru atvinnurekendur sem spenntu bogan of hátt og vilja að ríkið hjálpi þeim. 

Fleki (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 20:51

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stebbi hrekkur þú ekki í kút er þú áfyllir bílinn þinn í dag.

Fleki minn kynntu þér málið betur vegirnir eru búnir að vera slæmir svo lengi sem ég man eftir mér og ekki voru bílarnir þungir þá.
Sagðir þú eitthvað þegar skatturinn var lækkaður á fyrirtækjum niður í 18%?.
Svo hugnast mér betur ef þið fáið ykkur síður svo maður geti séð hvernig persónur þið eruð ungarnir mínir.
                                  Góða nótt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.4.2008 kl. 21:17

8 identicon

Vegir á Íslandi eru misjafnir og hafa verið það lengi. Og viðhaldskostnaður á þeim jókst við það að færa þungaflutninga alfarið yfir á þá, varla þrætirðu fyrir það? Er eitthvað ósanngjarnt við það að notendur vegana greiði allavega eitthvað meira fyrir viðhaldið á þeim en þeir sem ekki keyra?

Ég fagnaði því þegar fjármagnstekjuskatturinn var lækkaður, enda hafa tekjur ríkisins af honum aukist gríðarlega síðan þá.

Þarftu eitthvað að vita hvernig persóna ég er til þess að geta svarað mér? Ekki þykist ég þekkja þína persónu þó að ég geti lesið bloggið þitt. 

Fleki (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 00:32

9 identicon

Þú ert Flottust Guðrún.

Glanni (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 01:48

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já það er svona skemmtilegra að fólk kenni sig við síður og geri smá skil á sjálfum sér, en nei ég þarf ekkert að vita um þig Fleki til að svara þér.
það voru ekki trukkararnir sem fóru fram á meiri akstur um vegi landsins, það gerðist er strandsiglingar lögðust af, núna er verið að gera þeim, þessum flottu strákum ómögulegt að halda áfram.
Hvað gera ráðamenn þá?, kannski þeir leggi til að keyptar verði
Cargo vélar, þá færi eins fyrir flugvöllum landsins og svo þyrfti allavega bíla til að flytja frá vélunum.

Eitt er í stöðunni, er búið er að koma öllum sem eiga og reka bílana sína sjálfir í þrot; ,,Þá eru það Eimskip og Samskip",
eiga þeir ekki sína bíla sjálfir?, spyr sá sem ekki veit.

Ef að skatturinn á fyrirtæki hefur aukið streymi í ríkiskassann,
sem ég veit engin sannindi í því engu er treystandi í dag,
þá mundi ég ætla að gróði af olíu og bensíni, mundi frekar hækka en lækka. Ég veit um fjöldann allan af fólki sem er löngu farið að spara við sig bíltúrana, og það er kannski það eina sem margur hefur, sér til dægrastyttingar, að fara í bíltúr, en þú skilur það kannski ekki.

Þú talar um hér að ofan að 1949 hafi verið öðruvísi þar hafi menn fylgt sér á bak við öflugan leiðtoga sem setti mál sitt fram svo allir skildu,
það er rétt hjá þér við áttum öfluga leiðtoga sem stóðu við það sem sagt var,
en í dag er það bara því miður ekki, það er ekki staðið við það sem sagt er, farið undan í flæmingi með tilsvörin, og framkvæmdir dragast of lengi. Fleki minn ég er búin að hrærast í pólitík í um 55. ár
byrjaði að vinna fyrir sjálfstæðisflokkinn, í að brjóta einhver blöð 10 ára, svo ég veit nokkuð söguna í mörgum málum.

það sem tíðkaðist þá: ,, Heiðarleiki og jafnvel handsal",
gildir ekki í dag því miður. Við verðum að berjast fyrir okkar réttlæti.
Fleki minn þú hlýtur að hafa góð laun, annars mundir þú ekki tala svona.                kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.4.2008 kl. 08:06

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir kommentið Glanni, ég segi nú bara það sem mér finnst.
                        Kveðja til þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.4.2008 kl. 08:08

12 identicon

Það er greinilegt að menn eru ekki mikið inn í þeim málum sem þeir eru að blogga um hérna inn á síðunni þinni Milla.  Það vitað það ekki allir að flutningabílaflotinn sem er á vegum landsins og er svo mikið að "skemma vegina" er í eigu Eimskips og Samskips. Það eru mjög fáir einyrkjar eftir í þessari grein sem eru að keyra á milli Reykjavíkur og landsbyggðarinnar. Það er líka búið að sýna sig að það þýddi ekki lengur að notast við skipaflutninga í kringum landið ég veit ekki betur en að það félag hafi farið á hausinn sem síðast stóð í þeim rekstri, sennilega af því að það voru engar vörur sendar með því.

Landflutningar eru bara nútíminn þeir sem búa út á landi vilja fá vöruna núna ekki bíða eftir henni í hálfan mánuð þrjár vikur sem er sá tími sem myndi taka skip að sigla með vöruna, eflaust myndi það taka lengri tíma að komast til þín Milla. Mér finnst alveg ótrúlegt þegar fólk er að tala um að flytja vörur sjóleiðina það er bara eins og að bjóða okkur landbyggðarfólki upp á gömlu sveitasímana aftur, hvaða smiður vill bíða eftir timbrið í húsið sem hann er að byggja í þrjár vikur, ég er hrædd um að honum þætti það langur tími. Ég held að minn maður sem er húsasmiður væri orðin dálítið mikið óþolinmóður að bíða eftir þeim spýtum. Ekki veit ég hvernig Bónusbúðin í Hólminum liti út eftir hálfsmánaða bið eftir vörusendingu ég er ansi hrædd um að ég myndi reita á mér hárið þá ef ég færi í verslunarferð. Það er hægt að lesa á minni bloggsíðu hvernig hún lítur út eftir helgina og reyndar lítur hún miklu oftar svona út en samt verst eftir helgarnar ég ætti kannski að taka myndir af tómum hillum og grænmetiskælinum.   Ég held að flestir sem eru að mótmæla atvinnubílstjórum hérna á blogginu séu mjög illa að sér í því sem þeir þykjast hafa vit á. Trukkararnir sjálfir skrifa  mest inn á síðuna www.geirinn.is nenna ekki að jagast á moggablogginu.  Ég held líka að það séu ansi margir sem vita ekki hvernig vegir landsins verða til. Hvernig þeir eru búnir til frá grunni væri það mögulegt án trukkanna, ég held ekki. Hver er það sem keyrir upp úr og í húsgrunna, býr til nýja vegi í þéttbýli og endurnýjar þá gömlu. Þær tekjur sem ríkið fær af trukkum landsins fara ekki allar í viðgerðir á vegum ef við segjum að skatturinn fá 70 milljarða þá fara 30 milljarðar í vegagerð hitt fer í aðra kostnaðarliði ríkisins.  Þarna er ég að tala um hlutfallið en ekki nákvæmar tölur. Ég vona svo sannarlega að fljótlega verði hægt að breyta úr því eldsneyti sem við erum að nota núna yfir í eitthvað umhverfisvænna og ódýrara. 

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 09:22

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er satt hjá þér Jónína sumir bara skrifa um málin án þess að vita hvað þeir eru að tala, en mér þykir afar gaman að ná þessum persónum ef þeir vilja koma út úr glerhúsinu, og ber ég virðingu fyrir þeim sem það gera.
Takk fyrir að hjálpa mér við það.

Nei engin mundi vilja fara aftur í tíman og bíða eftir matvælum í hálfan mánuð, og þegar skipin lokksins komu voru t.d. brauðin mygluð,
það var þannig er ég bjó á þórshöfn 1962 = 1964.
Síðan voru ekki til ýmsir vöruflokkar, og þá var sagt að varan væri því miður ekki til í landinu, held að þessi útskýring hafi loðað við öll kaupfélög í landinu.
mér finnst endilega að unga fólkið okkar sé ekki nægilega upplýst um söguna á bak við allt sem gerist, og hef ég oft komið inn á það.
Við þurfum að upplýsa þau.
                                 Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.4.2008 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.