Saga konu, ein af mörgum.
29.4.2008 | 12:42
Það voru að koma jól, konan var búin að baka allt
til jólanna eins og hennar var vani, fyrir 1/12.
Fyrstu helgina í des. var ætíð farið í laufabrauð til
foreldra konunnar í Reykjavík, þangað komu allir
til að hafa gaman, stóð þetta yfir í tvo daga.
Á laugardagsmorgni er leggja átti af stað fór eitthvað í
taugarnar á húsbóndanum, engin vissi út af hverju hann
var í vondu skapi, en er börnin sáu ekki til fékk konan
gimbilshögg í bakið og í öxlina, þetta var alvanalegt.
Konan flýtti sér út í bíl, en ekki þorði hún að opna munninn
alla leiðina.
Desember leið að vanda með ýmsum uppákomum, Konan
reyndi eins og hún gat að hafa allt í sómanum, en það
dugði ekki til.
Aðfangadagur rann upp, húsbóndinn að vanda eitthvað
órólegur, gekk að konunni við matartilbúninginn og gaf
henni jólagjöfina, sem voru nokkur miður skemmtileg högg
hist og her, fór síðan inn í rúm.
konan varð að segja börnunum að hann væri veikur.
konan og börnin borðuðu án hans, tóku upp pakkana,
en konunni leið afar illa, börnin skynjuðu að eitthvað var að,
sem betur fer voru þau ekki há í loftinu þannig að auðvelt var
að koma þeim í rúmið þessum englum sem ekkert illt áttu skilið
frekar en konan.
Þegar börnin voru sofnuð kom hann fram fór bak við sófa og náði í pakka
og rétti konunni og kyssti hana og kjassaði, og hún þorði ekki að sega
eða gera neitt,
tók upp kassann sem í var mokkastell gullhúðað að innan, "fallegt",
en ekki hennar smekkur, kannski að því að ofbeldismaðurinn gaf henni það.
Hann bað um mat, kaffi og kökur, fékk það.
Er upp í rúm var komið endaði kvöldið eins og svo mörg önnur,
með því sem hann vildi, en konan kallaði gjörninginn nauðgun, og ekki var það
í fyrsta eða síðasta sinn sem henni fannst henni vera nauðgað.
Með þessum viðbjóðslega gjörningi, fannst honum örugglega að
hann fengi fyrirgefningu.
þessi maður baðst aldrei fyrirgefningar á einu eða neinu.
Góðar stundir.
Athugasemdir
Hræðileg lesning og var komin með tilfinninguna þegar þið sátuð við matarborðið án hans á jólunum. Verandi í Pollyönnuleik vegna barnanna. Grátlegt
Kærleikskveðja
M, 29.4.2008 kl. 12:51
Knús elsku Milla mín.
Erna, 29.4.2008 kl. 13:13
Knús
Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.4.2008 kl. 13:45
Guð minn almáttugur, maginn í mér snérist við, mér er bara óglatt elsku Milla mín. Guð geimi þig besta.
Stórt faðmlag til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 29.4.2008 kl. 13:47
Kæru vinur konan mun örugglega létta á sér eftir því sem upp kemur í hreinsuninni, að ýmsu er að taka.
það er rétt að menn þurfa líka að þola svona ofbeldi og vona ég þeirra vegna að þeir komi fram og létti á sér
því strákar þið eruð ekki einir og getið komið fram með ykkar sögu.
Ég held að fólk dvelji eins lengi í samböndunum eins og karma þeirra segir til um. Allt í einu koma útgöngudyrnar.
Knús til ykkar allra
Ykkar Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.4.2008 kl. 14:13
Úff manni varð bara íllt við þennan lestur.
Knús á þig Milla mín
Helga skjol, 29.4.2008 kl. 16:25
ÚFF!! erfið lesning elsku Milla mín, kallaði fram ákveðnar minningar hjá mér
Knús á þig þú ert yndisleg
Huld S. Ringsted, 29.4.2008 kl. 16:40
Skelfilegur lestur Milla mín, svona ætti aldrei að líða og aldrei að viðgangast. Engin á það skilið að vera meðhöndlaður eins og skepna, eða verr. Svona menn á að loka inni á geðdeild það sem eftir lifir - og lengur.
Knús á þig Milla mín, verð eitthvað lítið á ferðinni í athugasemdum næstu daga, kannski fram á Mánudag. Er á lánsvél sem er frá árinu 1830 svo ég get lítið gert. Hún frýs í öðru hvoru orði og ef ég er ekki fljótur að ýta á senda, þá bera er allt horfið...
Tiger, 29.4.2008 kl. 16:44
úff, það var bara erfitt að lesa þetta, druslan hann afi minn var svona. Hélt öllu í helgreipum...hrollur
Ragnheiður , 29.4.2008 kl. 16:51
takk fyrir kæru vinir, ég veit að þetta kemur slæmum minningum af stað hjá sumum, en um leið losum við eitthvað sem er óæskilegt að geima innra með sér, já geðveiki er þetta á hæsta stigi.
sendi ykkur öllum kærleikskveðjur.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.4.2008 kl. 18:05
Takk fyrir,,,,,,, við kanski verðum bloggvinkonur ? ég var að hugsa um að hætta bara og eiga mitt og vera enþá meira einmann :(
Erna Friðriksdóttir, 29.4.2008 kl. 19:10
Já en villtu það, sko verða ennþá meira einmanna?, held ekki.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.4.2008 kl. 19:22
Takk bloggvikona.......jú stundum vill maður fá að vera í friði einmanna.....
En ég verð að segja að bloggið hefur gert mér mikið, það sem að ég ætlaði að kúga með mér bara ein.................... fór á bloggið, þó samt ekki allt....... enn sumt.. takk fyrir
Erna Friðriksdóttir, 29.4.2008 kl. 19:46
Æ, mér finnst að engin ætti að upplifa svona hluti. Fólk á það aldrei skilið, hvað sem það hefur gert öðrum.
Það ætti að fara að taka fyrir svona mál, í staðin fyrir að berjast fyrir bensíninu að frekar mótmæla þessu.
Mér þykir vænt um þig Milla mín
Ég vona að allt farnist þér vel.
E.s. Gæti verið að eftir tvær vikur að ég eigi leið á Akureyri, en þá bara með flokknum.
Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.4.2008 kl. 19:50
Erna mín ef maður vill vera í friði með sjálfri sér þá gerir maður það, og er það alveg bráðnauðsynlegt, á hvern hátt sem maður gerir það.
Ég er ekki búin að lifa eins miklar sorgir og þú, en það hefur hjálpað mér mikið að blogga um þær sem ég hef upplifað, og hjálpa öðrum sem eiga um sárt að binda hér inni, því við hjálpum hvort öðru svo mikið að ég hefði ekki trúað því, fyrr en áreyndi.
Kær kveðja til þín og takk fyrir
að við skulum vera bloggvinur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.4.2008 kl. 19:56
Rósin mín við upprætum aldrei ofbeldið, en við getum minkað það með því að vera vakandi fyrir okkar fólki. veistu snótin mín að konan sem um ræðir losnaði úr viðjunum 1993 svo hún er búin að hafa góðan tíma til að græða sárin, en fólk kemst ætíð að því að það tekur lengri tíma en maður heldur, en konan á svo góða fjölskyldu og svo á hún engilinn og alla litlu demantana svo konan er bara mjög hamingjusöm, en það koma svona tímar sem þörf er á losun.
Rósin mín mér þykir undurvænt um þig , og vonandi sjáumst við í sumar. það væri líka gaman að hitta fólkið þitt.
Knús kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.4.2008 kl. 20:07
Ég fyllist skelfingu og ljótum hugsunum þeim til handa sem gera veröld konu sinnar og barna svona ógnandi og þvingandi.
Ég hef oft vellt því fyrir mér hvort menn og jafnvel konur sem svona haga sér séu ekki geðveikt fólk eða veikt af alkóhólisma.
En ég er ekki að afsaka þetta fólk,heldur svona að velta fyrir mér hvort þeim finnist þetta eðlilegt og því það leiti sér ekki hjálpar.Samt veit ég að þetta er víst ekki svona einfalt.
Knús á þig ástin
Solla Guðjóns, 29.4.2008 kl. 20:20
Nei Solla mín það er eigi svo auðvelt er fólk viðurkennir ekki að það sé eitthvað að því, það eru allir aðrir geðveikir í kringum það.
Enn sem betur fer eru ekki allir eins.
Knús til þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.4.2008 kl. 20:38
Já víða er eitthvað að hjá fólki ,og manni finst ótrúlegt að sá sem baður elskar og treistir, skuli þá líka geta verið óvinur manns í raum og sammleika .En maður trúi þessu samt ekki að slíkt geti verið raunin ,og andleg kúfun er ekki það besta ,langt frá því .Það þekki ég sjálfur af minni reynslu í hjónabandinu ,og trúi ég því að fleiri en ég hafi lent í slíku falsi og kvöl.En til allrar hamingju losnaði ég undan þessu fargi ,sem bjargaði sálinni.
Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 21:38
Ég fagna þinni innkomu á síðuna mína, vegna þess að það eru svo fáir karlmenn sem vilja birta það að þeir hafi orðið fyrir slíku.
Það gerist bara og ekki síður hjá ykkur Jón minn.
Til hamingju með að hafa losnað og vonandi ertu bara alveg laus.
Kveðjur til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.4.2008 kl. 06:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.