Knútur prins konungur Íslands.

Fyrir nokkrum dögum birti ,,Ekstrabladet" enn eina
,, fræðslugrein" sína um  Ísland og íslensk málefni.
Er það gert í tilefni þess, að konungur og drottning og
Knútur prins voru í þann veginn að koma heim úr
Íslandsferðinni. Blaðið segir:
,, Árið 1940 er sambandssáttmálinn milli Danmerkur og Íslands
útrunninn. Upp á síðkastið hefur verið á Íslandi  rekinn allmikill
fyrir því í kyrrþey, að Ísland slíti þá öllu sambandi við Danmörku,
og taki sér sinn eigin konung.
En til að sýna Danmörku, hinu gamla móðurlandi, vissa samúð,
er helzt hugsað um danskan prins.
Og sá prins er auðvitað Knútur, sonur núverandi konungs,
enda á hann annars ekki von á neinu hásæti.
þegar því Knútur prins ásamt frú sinni, hefur verið með
konungshjónunum á Íslandi í sumar,
er orsökin skiljanleg ósk hjá vissum flokki manna um að hin
ungu hjón skuli kynnt íbúum þess ríkis,
sem ef til vill kýs þau til konungs og drottningar yfir
Íslandi 1940."

Ja hérna hvað hefðum við svo sem við konung að gera
er við vorum að losa okkur undan oki annars lands.
Hugsið ykkur sýndarmennskuna, koma til Íslands með
þann sem þau ætluðu sem konung yfir landinu,
það átti svo sem að hafa ítök áfram.

Þetta er nú helst ritað til þín Hallgerður mín,
taldi þig hafa gaman af því að lesa þetta.

                          Knús á alla
                             Milla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Hugsa sér ef að það væri konungur hér núna, eins og við eigum ekki nóg með Eyðsluelítuna sem stjórnar landinu

Eigðu gott kvöld Milla mín

Huld S. Ringsted, 5.5.2008 kl. 20:48

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir kvöld pistilinn mín kæra. Hér er sól og blíða, vona að eins sé á Víkinni minni. Pabbi þakkar góðar kveðjur úr heimabæ sínum, var að tala við hann eins og ég geri hvert kvöld um 9 og svo auðvitað aukasímtöl á daginn ef vill. Hann þarf svo mikla ástúð elsku kallinn minn.  Góða nótt Milla mín

Ásdís Sigurðardóttir, 5.5.2008 kl. 21:00

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis Huld mín.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.5.2008 kl. 21:01

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís þetta er ekki fyrir svefninn, hafði gaman af að setja þessa færslu hér inn að því að Hallgerður var að tala um danaprinsinn
og tildrið í kríngum þessa komu hans hingað.
Heilsist honum pabba þínum og það er komið sumar hjá okkur vonandi allavega á að þrífa allt að utan á morgunn,
sumardekkin komin undir bílinn, og ég hlakka til að setja sumarblóm í pottana úti í garði.
                                   Knús til ykkar allra
                                    Kærleikskveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.5.2008 kl. 21:18

5 Smámynd: Erna

Ég er nú bara ekkert svo viss um að það væri nokkuð verra að hafa konungsríki, miðað við ástandið á þjóðarskútunni í dag.

Erna, 5.5.2008 kl. 21:18

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

USS! Erna það væri allavega aukakostnaður.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.5.2008 kl. 21:19

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 5.5.2008 kl. 21:21

8 Smámynd: Frikkinn

Mér finnst eitthvað svo heillandi við að hafa konung eða drottningu, þá værum við minnsta kosti laus við að afdankaðir pólitíkusar væru að ná sér í gott lokastarf.

Frikkinn, 6.5.2008 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.