Það er svo gaman að vera saman.
7.5.2008 | 14:04
Er það ekki annars?, bara að segja ykkur smá,
vaknaði kl 6 í morgun, fékk mér morgunmat sem er
nú hjá mér bara tekex/osti til hliðar, meðulin, og síðan
hvað haldið þið?,
Jú rétt svar hjá ykkur enda kom ekkert annað til greina
en fara í tölvuna, á meðan fjandans meðulin
(sem ég kaupi fyrir stórpening) eru að virka, ekki get ég
lifað án þeirra, segja þeir.
Allt gekk sinn vanagang, sturta, blástur, snyrting ekki fer
maður í sjúkraþjálfun á þess maður gæti nú hitt einhverja
sæta stráka og gjóað augunum svo engillinn sæi ekki til.
þegar þjálfun lauk fór ég í blóðprufu sem er nú
ekki í frásögu færandi nema að því að ég var að gera þetta fyrir
Kára Stefáns og hjartalækninn minn hann Davíð Arnar,
sko hefði viljað hafa þá þarna bara flottir strákar þeir tveir,
en þeir hafa nú bara áhuga á blóði mínu til rannsóknar,
í sambandi við sjúkdóm minn, og ef ég get orðið að liði í þessum
rannsóknum þá er það hið besta mál, geri allt fyrir þessar elskur.
Komum heim fengum okkur kaffi og brauð, síðan í búðina að versla
skellti í fullann ofn af rúgbrauði, (fékk hjálp frá englinum)
var búin í gær að undirbúa appelsínu og engifer marmilaði og
sauð það í morgun, krukkurnar bíða eftir því að fá í sig
eitthvað gummilade, á morgun ætla ég að búa til samskonar
bara með chilli.
fengum okkur áðan salatdisk með hreindýrabollum út í, æði.
Og núna var afi að fara til að sækja ljósið á leikskólann,
Milla mín verður eitthvað upptekin frameftir degi.
Eins og ég segi það er svo gaman að vera saman,
hefði sungið þetta fyrir ykkur, en hætti við er ég mundi eftir
fréttinni af Borgarstjóranum sem ætlaði að syngja var það ekki í
einhverju partíi, Æ, las þetta einhversstaðar.
Hafið það gott elskurnar mínar. Milla.
Athugasemdir
Það er sko mest gaman saman, Milla spáðu í það, það eru liðin 15 ár síðan við vorum á Reykjalundi, ég fór heim 8.maí og þá áttuðum við Bjarni okkur á því að ástin hafði skotið föstum rótum í hjörtum okkar. Sem betur fer fórum við eftir tilfinningum okkar. Kær kveðja í norðrið, er ekki geggjuð blíða.??
Ásdís Sigurðardóttir, 7.5.2008 kl. 14:14
Þu ert bara yndislegust, bið að heilsa englinum þínum, gott að eiga góðan engil þar sem þú ert sjálf engill, ég vildi að ég gæti komið og faðmað þig. Guð geimi þig elsku Milla. Hvernig er uppskriftin að eingfermarmelaði, það er svo hollt að borða engifer, hef gert mér te úr því, bara gott.
Faðmlag til þín ljúfust
Kristín Gunnarsdóttir, 7.5.2008 kl. 14:26
Sömuleiðis Hallgerður mín, hugsaðu þér hvað það er gaman fyrir konur, eins og við erum hér í þessum hring, að geta gefið lífinu lit.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.5.2008 kl. 14:50
Þá eru við saman í meðalagullinu ég vona að þú eigir yndislegan dag Kæra Milla mín
Kristín Katla Árnadóttir, 7.5.2008 kl. 14:51
Já 15 ár Ásdís mín hann er fljótur að líða tíminn, en hann er búin að vera gjöfull okkur. þið voruð heppin að láta hjörtu ykkar ráða það er ætíð best. Ég gerði það síðar eða 1996 og hikaði ekki því maður verður að láta reyna á hvort ástin gengur upp eða ekki.
Það er æðislegt veður en á að kólna eitthvað um helgina vonandi ekki mikið, ég skrapp aðeins inn að kíkja á bloggið meðan ljósið mitt er að þrífa stólana á pallinum, hún segir alltaf: amma þetta er skítugt já já allt í lagi segi ég.
Knús til þín
Frá okkur á Húsavík.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.5.2008 kl. 14:58
Stína mín skal knúsa engilinn frá þér og njóttu nú þess að eiga góða helgi með börnunum þínum.
Set inn uppskriftina af marmilaðinu eftir helgi þá ert þú komin aftur heim.
Knús til þín og mundu eftir englunum þínum.
Þín Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.5.2008 kl. 15:07
Katla mín já það sem fer mest í mínar fínustu er sagt er við mig,
já en þú getur ekki lifað án þeirra, en verðum víst að sætta okkur við það..............Knús til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.5.2008 kl. 15:09
Eigðu góðan dag Milla mín og kveðjur í kærleiksríka kotið.
Erna, 7.5.2008 kl. 15:14
Dugnaðurinn í þér stelpuskott! Það er bara harka í minni, en ég hefði nú alveg viljað að þú bara bakaðir kanelsnúða sko - allavega ef ég væri á leiðinni í kaffisopa hahaha ....
Knús í daginn þinn mín kæra og eigðu yndislegan dag! Bros kemur lífinu í lag ...
Tiger, 7.5.2008 kl. 15:20
Við höfum verið á sama tíma hjá sjúkraþjálfaranum, ég sá þig ekki, Kannski renn ég á hljóðið ef þú syngur. Hafðu það gott og njóttu dagsins með öllum þínum
Sigrún Jónsdóttir, 7.5.2008 kl. 16:21
Já það er gaman að vera saman Milla mín :) Oh þetta helv töfluát á manni sem að maður neyðist til Sé að þú hefur verið að Reykjalundi, hef verið þar nokkrum sinnum, Frábær staður, var þar sl vor en hætti því að maðurinn minn lenti í alvarlegur bílsslysi....... en Reykjalundur gerir manni svo hryllilega gott eða þannig
Erna Friðriksdóttir, 7.5.2008 kl. 16:42
Sömuleiðis Erna mín ertu búin að ediks þvo allt úti og inni.?
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.5.2008 kl. 16:44
Tiger míó þú ættir bara að smakka rúgbrauðið mitt, en ef þú lætur mig vita er þú kemur skal ég baka kanilsnúða handa þér.
eigðu líka góða dagsrest og knúsi knús til þín.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.5.2008 kl. 16:50
Ég sá þig heldur ekki Sigrún mín, þú verður að segja hæ næst,
það heyrist alveg í mér þó ég hefji ekki upp söngröddina fyrir þig
Knús til þin
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.5.2008 kl. 16:52
Erna mín já ég var á Reykjalundi 1993, var í 3 mánuði og hefur það komið sér vel í gegnum árin sem ég lærði þar.
Reykjalundur er yndislegur staður.
Vonandi er maðurinn þinn búin að ná sér að mestu þó að ég viti að það sé kannski aldrei hægt, er hann ekki að aka flutningabíl,?
Knús til þín Erna mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.5.2008 kl. 17:01
Namm ný bakað rúgbrauð flott skal það vera og þetta sultutau hljómar mjög girnilegt flott að hafa litla Engla sem aðstoðarfólk þá gengur allt svo glimmrandi vel þrífa stóla sú er dugleg knús norður yfir heiðar
Brynja skordal, 7.5.2008 kl. 17:08
Hljómar vel, rúgbrauðið og svo engifer marmelaðið slurp. Sendu smakk suður.
M, 7.5.2008 kl. 18:16
Hahaha það mætti halda að þú værir að lýsa morgni hjá mér.
Ég er orðið pakk södd af meðulum þegar ég er búin að taka lyfin og
borða morgunmat
nema ég er í sjúkraþjálfun á Þriðjudögum og Fimmtudögum .
ég fór í göngutúr í gær og sá gamlan volvo bíl með Þ númer æ mér
langaði að skella mér til Húsavíkur en fer seinna
Kærleikskveðja.Vally
vallý (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 19:41
Já það er gott að hafa svona engla til að hjálpa sér enda er hún orðin fullorðin þótt hún sé bara 4 ára litla ljósið mitt. ´Rúgbrauðið það þarf nú að vera til í frystiskápnum, annars vantar nú heilmikið, ég tala nú ekki um þegar er síari á borðum.
Knús til þín Brynja mín
Þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.5.2008 kl. 20:32
Sendi þér smakk Emmið mitt.
knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.5.2008 kl. 20:33
Sigga mín, það gerist ýmislegt hjá mér.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.5.2008 kl. 20:35
Vallý mín já ég verð nú ekki södd af meðulunum, því miður, enda má ég nú ekki taka þau á fastandi maga.
Þið verðið að koma við hjá mér ef þið komið norður.
Knús til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.5.2008 kl. 20:38
Nei Milla.
Ég verð líka að borða áður en ég tek lyfin
Já takk fyrir ef ég kem .
Knússý knússý
Vallý (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.