Fyrir svefninn.
7.5.2008 | 21:20
TÖFRAMÁTTUR RÚNANNA.
Orðið rún merkir leyndardómur og hefur alltaf staðið í
tengslum við eitthvað dularfullt, óþekkt eða jafnvel
yfirnáttúrulegt.
Samkvæmt norrænni goðafræði þyrsti Óðinn, æðsti guðinn,
alltaf í meiri þekkingu og visku.
Þekkt er hvernig hann fórnaði öðru auganu fyrir sopa úr
Mímisbrunni, en vatnið í honum átti að veita mikla visku.
Önnur saga segir frá því að Óðinn hafi látið hengja sig í
heimstréð Yggdrasil, þar sem hann hékk í níu daga og
níu nætur. Í staðin öðlaðist hann þekkingu á rúnunum.
Síðan var það Heimdallur, vörður Ásanna,
sem átti að hafa kennt mönnunum rúnirnar.
Þar sem fólk trúði því að rúnirnar væru frá Óðni komnar
bar það mikla virðingu fyrir þeim og töldu að þær væru
guðlegar. Margir vilja því meina að rúnirnar hafi ekki aðeins
verið notaðar sem ritmál heldur einnig til að spá inn í framtíðina,
sem verndartákn eða til að kasta göldrum.
Í fornsögum er að finna óljósar lýsingar af slíkum gjörningum
þar sem fjölkunnugt fólk notar einhver tákn við spádóma og galdra.
Í Egils sögu Skallagrímssonar segir t.d. af því er stúlka veikist
vegna þess að ristar voru rangar rúnir og Egill kveður þá:
,,Skalat maður rúnir rista nema ráða vel kunni.
Það verður mörgum manni er um myrkvan staf villist".
Í þessum sögum er sagt ég hef ykkur frá undanfarin tvö kvöld,
er hinsvegar ekki ljóst hvort um sé að ræða Fuþark rúnirnar eða
annarskonar rúnir t.d. bandrúnir.
Góða nótt.
Athugasemdir
Góða nótt mín kæra
Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.5.2008 kl. 21:26
Ég hef alltaf haft áhuga á rúnum finnst þær dularfullar og spennandi. Kannski gerist ég bara rúnalesari og græði fullt af peningum .Ég mun nú samt lesa í rúnir frítt fyrir þig Milla mín. Vona samt að ég geti lært þetta án þess að þurfa að hanga í níu daga og níu nætur. Góða nótt Milla mín
Erna, 7.5.2008 kl. 21:59
Takk fyrir þennan skemmtilega fróðleik og góða nótt
Sigrún Jónsdóttir, 7.5.2008 kl. 23:32
Kveðja inn í kvöldið og nóttina, skemmtilegt að fræðast um svona.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.5.2008 kl. 00:00
Góða nótt milla mín sofðu vel
Brynja skordal, 8.5.2008 kl. 00:21
Einhvers staðar las ég nú að til að fá rúnir til að vaxa þyrfti að hengja mann - en við henginguna ætti "safi" að leka frá líkinu í gálganum og úr myndi vaxa Alrún. Kannski var þetta í einhverjum galdraskruddum en ég man ekki hvar ég las þetta.
Heillandi fróðleikur hjá þér Milla mín og skemmtilegt að lesa fyrir nóttina. Takk fyrir mig og eigðu yndislega nótt sem og frábæran dag á morgun! Knús á þig ljúfust ....
Tiger, 8.5.2008 kl. 03:00
Góðan daginn snúðar og snældur, hér er tuskuveður og rigning, en gott að fá vætuna, hún klárar burt restina af snjónum á láglendi og svo verður allt svo tært og fallegt.
Erna ég vissi svosem ætíð að þú værir göldrótt og ég verð fyrst í rúnalestur hjá þér, krúsin mín.
Kurr kannski þú spáir í rúnirnar fyrir mig líka?
Sagnasannleikann hefur þú lesið rétt Tiger míó.
Hafið þið tengt það saman, að Óðinn lét henga sig í
Heimstréð Yggdrasíl , en það heitir verslun í Reykjavík sem selur eingöngu lífrænt-ræktaðar vörur, og það þótti mér gott að lesa.
Takk öll og eigið yndislegan dag
Milla.
verið góð við hvort annað.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.5.2008 kl. 08:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.