GETUR ÞETTA VERIÐ; ,,SATT":

Hef nú ekki lesið siðlausara. hélt að sambýli væru
byggð og gerð úr garði þannig að fólk gæti bara flutt
inn, og notið þess  lokksins að vera komin í sitt eigið
húsnæði, það ætti ekki að þurfa að byrja á því að kaupa
heimilistæki sem það hefur ekki efni á.

120 þúsund krónur á mánuði, af því þarf að borga húsaleigu,
lyf, föt og mat svo eitthvað sé nefnt.
Það segir sig sjálft að það er ekkert eftir.

Talið er að einstaklingur þurfi að hafa 260 þúsund á mánuði
til að lifa mannsæmandi lífi, það vantar mikið upp á það.

Það er til skammar hvernig farið er með aumingja-stéttirnar
eins og við höfum verið sögð tilheyra,
af mörgum ráðamönnum þessa lands, Þ.e.a.s.
allir sem þiggja lífeyrir.


mbl.is Fötluðum á sambýli gert að borga heimilistækin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

Já ég þekki þetta og líka ef þeir skemma eitthvað án þess að hafa hugmynd um það

Eysteinn Skarphéðinsson, 8.5.2008 kl. 09:03

2 identicon

Já, þetta hljómar illa. En miðað við 26þús kr. leigu sem lækkar ennþá meira vegna húsaleigubóta þá er ekki alveg hægt að bera þetta saman við þá sem fullfærir eru.

Arnór (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 10:16

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Borga allir 26 þúsund krónur í leigu?, hvað fá þeir þá í húsaleigubætur?.
Ég átta mig nú ekki alveg á því hvað þú meinar, finnst þér þetta þá nógu gott fyrir þetta fólk, ég bara spyr.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.5.2008 kl. 11:42

4 identicon

Í mörgum tilfalla borga fatlaðir leigu eftir fermetrum. Sonur minn borgar á milli 50 og 60 þúsund í leigu fyrir litla íbúð, sem er reyndar niðurgreidd af bænum . Hann þurfti að kaupa sína þvottavél, uppþvottavél, örbylgjuofn og ísskáp sjálfur  svo og allar mublur, Önnur heimilistæki voru fyrir hendi eins og í öðrum leiguíbúðum. Hinsvegar gildir önnur regla um sambýli. Þar er hægt að sækja um í framkvæmdarsjóð til tækjakaupa, og til kaupa á húsgögn í sameign. Inn í einkarými kaupir íbúi sjálfur. Það væri gaman að vita hver borgar 26. þús fyrir íbúð???

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 12:25

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Unnur María það væri gaman að vita það, kannski svarar Arnór því.
Og þakka þér fyrir greinagóðar útskýringar á þessum málum, en ekki held ég að hann hafi mikinn afgang hann sonur þinn.
                            Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.5.2008 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband