Fyrir svefninn.

                     DALA--RAFN.

Á14. öld bjó á Úlfsdölum vestan við Siglufjörð bóndi
sá, er Rafn hét. Hann var mjög ríkur maður og veiðimaður
mikill. Hann hélt marga vinnumenn.
Það var einu sinni eitt vor, að vinnumenn hans reru til
seladráps á ísnum. Þegar þeir voru komnir nokkuð út í
ísinn, sýndist þeim vestangangur í lofti og snéru aftur
veiðilitlir.
Þegar þeir komu að, atyrti Rafn þá mjög og reri á stað
sjálfur með syni sína úr á ísinn.
Brast þá vestanveðrið á, og týndist Rafn ásamt skipi sínu
og sonum í ísnum.
Skömmu síðar rak lík Rafns upp í Ólafsfirði og var hann jarðaður
þar að Sandkirkju. Hún var niður við sjó og er nú fyrir löngu aflögð.
Sagt er, að Rafn hafi átt mikla peninga og borðbúnað úr silfri,
og kastaði valdsmaður eign sinni á alt silfur hans við uppskrift
eða skipti eftir hann, með hverjum rökum eða yfirskini
er óljóst.
En svo brá við eftir dauða Rafns, að fram undan Úlfsstöðum
sást á sjónum skrímsli. Héldu menn að það mundi vera Rafn
og kölluðu það Dalarafn. Skrímsli þetta sést enn endur og
sinnum undan illviðrum skammt framundan Dalalandi.
Er það stundum líkast hval með tveimur kryppum upp úr,
en stundum er það líkast löngu tré með rót á enda.
Til hefur verið, að menn hafa róið til að vitja um þetta
stóra tré, En þá hefur það horfið.
Sýn þessi er kölluð Dala--Rafn.

                      Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna

Góða nótt Milla min

Erna, 8.5.2008 kl. 22:09

2 Smámynd: Brynja skordal

Kvöldsagan góða takk fyrir mig Góða nótt Milla mín

Brynja skordal, 8.5.2008 kl. 22:18

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða nótt ljúfa kona

Sigrún Jónsdóttir, 8.5.2008 kl. 23:03

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða nótt Milla mín 

Ásdís Sigurðardóttir, 8.5.2008 kl. 23:46

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Góða nótt og fallegustu draumana.

Heiða Þórðar, 8.5.2008 kl. 23:53

6 Smámynd: Tiger

   Ójá, það er alltaf svo gaman af sögum sko! Bæði að lesa þær og heyra sögur sagðar eða lesnar. Sögutímar í æsku geta börnum mikið meira en maður áttar sig á.

Dala-Rafn hefur sannarlega verið tilkomumikið skrímsli sko ... hugsanlega. Knús á þig Milla mín og takk fyrir nætursögu.

Tiger, 9.5.2008 kl. 03:39

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn kæru vinir.
Krakkar það er svo ljúft að trúa sögum yfirhöfuð, þegar maður hefur börnin hjá sér sem er uppfull af fróðleiksfýsi, þá er ekki hægt annað en að leika með, og ekki þykir mér það leiðinlegt.
                 Kærleik inn í góðan föstudag
                        Milla.

              Weekend BBQ                                  Spray I Love You   





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.5.2008 kl. 06:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.